Byggðahátíðin okkar allra, Dagar myrkurs, hefst formlega á mánudaginn kemur, 28. október. Einhver taka forskot á sæluna og bjóða upp á viðburði strax um helgina. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg og hana má sjá hér í heild sinni. 

Seyðisfjörður

26. október – Upphitun

Skaftfell: Listamannaspjall með Erni Alexander Ámundasyni um sýninguna Titill á sýningu kl. 13.

28. október til 1. nóvember

Bókasafn Seyðisfjarðar:

  • Myrkragetraun fyrir börn og fullorðna. Giskaðu á hversu margir hlutir eru í krukkunni. Verðlaun í boði fyrir að giska sem næst rauntölu.
  • Sektarlausir dagar. Hægt að skila bókum sem komnar eru fram yfir síðasta skiladag án þess að fá sekt.
  • Bækur um drauga, spennu, blóð og hrylling. Þú finnur þetta allt á bókasafninu.
  • Bækur gefins, bækur til láns, borðspil, o.fl. Eitthvað fyrir alla!
  • Notaleg stund og heitt á könnunni – verið velkomin!

28. október til 3. nóvember

Skaftfell: Síðustu dagar sýningarinnar Titill á sýningu eftir Örn Alexander Ámundason. Nammi í boði fyrir gesti.
Opnunartímar: mánudag til laugardag frá 10 til 15 og sunnudag frá 12 til 16.

30. október

Tækniminjasafnið: Myrkrasmiðja. Kertamálun og föndur undir handleiðslu Jóhönnu Pálsdóttur á milli kl. 16 og 18. Velkomin(n) í Vélsmiðjuna til að mála og föndra á þitt eigið kerti. Efniðviður innifalinn. Bjóðum upp á svart kakó með rjóma á meðan birgðir endast.
Kahoot-spurningakeppni í myrkari kantinum kl. 17. Fjölskyldur etja kappi! Ókeypis inn.

31. október

Grikk eða gott? Börn í búningum fara á stjá og banka upp á hjá bæjarbúum á milli kl. 17 og 20:30. Þau sem vilja fá heimsókn setji ljós eða lugtir við útidyrnar.

1. nóvember

Herðubreið: Flat Earth Cinema og Lungaskólinn bjóða upp á draugahús. Hefst kl. 19 og síðasta hópnum verður hleypt inn kl. 22. Mæting við miðasöluna. ATH! Aldurstakmark 13 ár og þátttakendur eru hvattir til að klæða sig vel og vera tilbúnir að bíða í röð. Eftir viðburðinn verður Hrekkjavökupartý í Skaftfelli.

Sundhöllin: Kósý kvöldopnun á milli kl. 20 og 22 fyrir 16 ára og eldri. Upphituð laug, kósý ljós, tónlist, flot og léttar veitingar.

Félagsmiðstöðin Nýung, Egilsstöðum: Hrekkjavökuball fyrir ungmenni í Múlaþingi.

2. nóvember

Sundhöllin: Upphituð laug á milli kl. 11 og 14. Tilvalið að koma með litlu krílin.

3. nóvember

Íþróttaskóli Hugins: Búninga- og vasaljósadagur á milli kl. 10 og 11.

Seyðisfjarðarkirkja: Myrkrasunnudagaskóli kl. 11. Krakkar mega mæta í búningum og boðið verður uppá myrkrakaffi í safnaðarheimilinu eftir stundina.

Kirkjugarðurinn: Minningarstund á allra heilagra messu kl. 18. Kórinn leiðir söng undir stjórn Hlínar P. Behrens. Kveikjum á kertum og minnumst látinna ástvina.

 

Neskaupstaður

26. október – Upphitun

Steinninn nytjamarkaður: Opnar aftur í nýju og stærra húsnæði að Egilsbraut 4. Opið frá kl. 13 til 18 á opnunardegi.

27. október – Upphitun

Tónspil: Tónleikarnir Strengir með Mikael Mána.

30. október

Heimavist VA: Hryllingshús VA opið á milli kl. 17 og 20. Aðgangur ókeypis en á eigin ábyrgð. Hentar ekki ungum börnum.

31. október

Grikk eða gott? Börnin ganga um bæinn í búningum og safna góðgæti á milli kl. 18 og 20. Endilega merkið húsin með skreytingum eða öðrum hætti sem bjóða börnin velkomin.

Gallerí Þórsmörk: Málverkasýning. Gustavo og Óðinn Darri. Opnun kl. 17. Opnunartímar 1.-3. nóvember: 12 til 16.

Þórsmörk: Street Rats húðflúrsamkoma. Opið til 3. nóvember. Tímapantanir nauðsynlegar.

 

Egilsstaðir

28. október

Bókasafn Héraðsbúa: Bangsadagur. Í tilefni bangsadagsins og Daga myrkurs er böngsum boðið að koma á bókasafnið og gista eina nótt. Tekið verður á móti böngsum á opnunartíma safnsins, frá kl. 13 til 18. Eftir heimsóknina verða settar myndir af ævintýrum þeirra á samfélagsmiðla bókasafnsins á Facebook og Instagram. Ath! Einn bangsi frá hverju barni.

28. október til 1. nóvember

Bókasafn Héraðsbúa: Sektarlausir dagar. Komdu og sjáðu sektina þína hverfa í skjóli myrkurs.

29. október

Safnahúsið: Alls konar um að vera á öllum hæðum frá kl. 16 til 18.

Bókasafn Héraðsbúa:
–  Sögustund/bangsalestur kl. 16. Lesin verður bókin Paddington: Sagan um litla björninn úr frumskógum Perú eftir Michael Bond.
Breakout Edu með myrkraþema hefst klukkan 16:30 og verður til kl. 18. Hægt að leysa þrautirnar í litlum hópum. Ath! Yngri börn þurfa aðstoð.
– Myndir til að lita.

Minjasafn Austurlands: Rófuútskurður og fróðleikur um hjátrú í formi örsýningar og ratleiks. Þátttakendur þurfa að taka með sér rófu og lítinn hníf en sérstakir útskurðarhnífar verða á staðnum. Gott að grípa lítið ílát fyrir innvoslið úr rófunum svo hægt sé að gæða sér á því þegar heim er komið! Ath! Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga: Opið til kl. 18 og sýndar ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Austurlands.

Tjarnargarðurinn: Myrkraþrautir í boði LME. Mæting við sviðið kl. 20. Ath! Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.

30. október

Bókasafn Héraðsbúa: Harry Potter flokkunarhatturinn: Hvaða vist tilheyrir þú? Harry Potter myndir til að lita.

31. október

Leikskólinn Tjarnarskógur: Nemendur bjóða foreldrum í notalega samveru þar sem þeir kveikja á kertum í krukkum sem þau hafa málað. Skólinn skreyttur og ýmislegt óvænt í boði fyrir nemendur.

Bókasafn Héraðsbúa: Hrekkjavökuleikur. Þátttakendur geta sett nafnið sitt í pott og verða dregnir út tveir vinningshafar.

Grikk eða gott?  Búningaklædd börn banka uppá í völdum húsum á Egilsstöðum og Fellabæ. Nánari upplýsingar á síðunni Halloween á Egilsstöðum.

1. nóvember

Bókasafn Héraðsbúa: Hrekkjavökuleikur. Þátttakendur geta sett nafnið sitt í pott og verða dregnir út tveir vinningshafar.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga: Valtýsganga kl. 17. Stefán Bogi Sveinsson, héraðsskjalavörður, leiðir stutta göngu frá Safnahúsinu að Gálgakletti og fræðir göngufólk um söguna af Valtý á grænni treyju og sagnfræðina að baki henni. Göngufólk er hvatt til að koma með vasa- eða höfuðljós fyrir gönguna.

Félagsmiðstöðin Nýung: Hrekkjavökuball fyrir ungmenni í Múlaþingi.

6. nóvember – Eftirskjálfti

Bókasafn Héraðsbúa: Glæpafár á Íslandi. Rithöfundaspjall þeirra Eva Bjargar Ægisdóttur, Jóns Pálssonar og Ævars Arnar Jósepssonar.

Breiðdalsvík

3. nóvember

Lækjarkot: Nammileit með vasaljósi. Hefst kl. 18. Heitt súkkulaði og kósíheit.

 

Stöðvarfjörður

29. október

Samkomuhúsið: Samverustund þar sem verða skorin grasker kl. 17.

31. október

Balaborg: Svartur fimmtudagur.

2. nóvember

Sköpunarmiðstöðin: Draugahús kl. 16 fyrir yngri og kl. 17 fyrir eldri.

Samkomuhúsið: Hrekkjavökubíó kl. 18.

Borgarfjörður

30. október

Fjarðarborg: Graskersútskurður. Íbúum býðst að skera út grasker til að koma sér í gírinn. Ath! Skráning nauðsynleg.

31. október

Grikk eða gott? Borgfirsk leik- og grunnskólabörn fara í leiðangur um þorpið á milli kl. 16 og 17.

Fjarðarborg: Bíókvöld í Fjarðarborg í boði grunnskólans á milli kl. 17 og 19. Fítt inn en nemendur verða með sjoppu.

1. nóvember

Lindarbakki: Hlýleg samverustund á milli kl. 17 og 19.

Blábjörgum: Morðgátukvöld. Aðeins 16 sæti í boði og skráning stendur til 24. október. Sjá nánar á blabjorg.is

Félagsmiðstöðin Nýung, Egilsstöðum: Hrekkjavökuball fyrir ungmenni í Múlaþingi.

2. nóvember

Blábjörg: Hin árlega bjúgnaveisla Blábjarga og bjórlestin þegar Jóla-Naddi mætir á KHB brugghús. Sjá nánar á blabjorg.is

3. nóvember

Björgunarsveitin Sveinungi og Slökkvilið Borgarfjarðar: Opið hús á milli kl. 13 og 15. Tækjasýning, kynning á búnaði, kaffi og léttar veitingar.

 

Reyðarfjörður

30. október

Safnaðarheimilið: Kaffi og kósýheit. KórRey æfir undir stjórn nýs kórstjóra, Kaido Tani og bjóða því til notalegrar kvöldstundar (opinnar æfingar) kl. 19:30 þar sem kórinn mun syngja lög úr safni sínu og vera með samsöng (sing-along). Heitt súkkulaði og bakkelsi. Ókeypis aðgangur, frjáls framlög.

31. október

Fjarðabásar: Kvöldopnun á milli kl. 19 og 22. Hrollvekjandi gjafaleikur.

Grikk eða gott? Börnin ganga um bæinn í búningum og safna góðgæti á milli kl. 17 og 19. Endilega merkið húsin með skreytingum eða öðrum hætti sem bjóða börnin velkomin.

1. nóvember

Skógræktarfélag Reyðarfjarðar: Draugaganga og diskó fyrir börn og unglinga á milli kl. 17:30 og 19:00. Hefst á Búðarmel.

2. nóvember

Bragginn, Stríðsárasafninu: Litla listahátíðin á milli kl. 13 og 16 og tónleikar á milli kl. 20 og 22.

Djúpivogur

26. október – Upphitun

Faktorshúsið: Hrekkjavökupartý

28. október til 3. nóvember

Hótel Framtíð: Myrkur matseðill alla daga myrkurs.

Hafið Bistro: Hryllilegar kökur og pizza alla daga myrkurs.

28. október

Faðirvorahlaup: Hefst við Neistahúsið kl. 18:30. Hlaupinn góður hringur í bænum og endað aftur í Neista í hryllilega heitu súkkulaði og hræðilega gómsætu gúmmelaði.

29. október

Sundlaugin: Sundpartý Neista fyrir 1.-3. bekk á milli kl. 18 og 19 og fyrir 4.-6. bekk á milli kl. 19:30 og 20:30. Ath! Börn í 1.-4. bekk verða að vera í fylgd með fullorðnum.

Félagmiðstöðin Zion: Chicken slap og skreytingar fyrir hrekkjavökuna fyrir 7. -10. bekk á milli kl. 19:30 og 22:00.

30. október

Sundlaugin: Sundpartý Neista og Zion fyrir 7.-10. bekk á milli kl. 19:30 og 20:30.

Tryggvabúð: Hrollvekjandi vöfflukaffi kl. 15. Grænar vöfflur með bleikum rjóma og „ormum“.

31. október

Búningadagur á Djúpavogi. Íbúar hvattir til að vera í búningum á þessum dagi, í vinnunni, skólanum, leikskólanum, heima og bara allstaðar!

Helgafell: Búningaball fyrir 4.-6. bekk á milli kl. 16 og 17:30.

Teigarhorn: Hryllingsbíó fyrir 7.-10. bekk á milli kl. 19:30 og 22:00

Ferðafélag Djúpavogs: Rökkurganga. Lagt upp frá Geysi kl 19:30 .

1. nóvember

Skógræktin: Leitað að töfratrénu kl. 17. Leitað með vasaljósum, heitt kakó í boði skógræktarinnar eftir leitina.

Félagsmiðstöðin Nýung, Egilsstöðum: Hrekkjavökuball fyrir ungmenni í Múlaþingi.

Faktorshúsið: Hryllilegt pöbbkviss kl. 20:00

2. nóvember

Íþróttamiðstöðin: Hryllilegur íþróttaskóli á milli kl. 11-12. Búningar, diskó ljós og danspartý!

Langabúð: Myrkradögurður á milli kl. 11 og 14.

Bragðavellir: Sviðaveisla í Hlöðunni kl. 19.

Faktorshúsið: Opið frá 20 og fram eftir nóttu.

3. nóvember

Djúpavogskirkja: Rökkurmessa kl. 18.

Eskifjörður

25. október – Upphitun

Pólsk kvikmyndahátíð í Valhöll: Norwegain dream.

26. október – Upphitun

Pólsk kvikmyndahátíð í Valhöll: The Wind kl. 17 og The Peasants kl. 20.

27. október – Upphitun

Pólsk kvikmyndahátíð í Valhöll: Film for Aliens kl. 14 og Ultima Thule kl. 20.

1. nóvember

Valhöll: Hrekkjavökupartý fyrir börn og unglinga á milli kl. 17 og 19 fyrir 1.-7. bekk og á milli kl. 20 og 22 fyrir 8.-10. bekk í boði Vina Valhallar og Kvennahreyfingar Eskifjarðar.

2. nóvember

Valhöll: Hrekkjavökupartý ársins frá kl. 21 til 03 fyrir fullorðna. Dj Tonytjokko.

 

Fáskrúðsfjörður

31. október

Grikk eða gott? Börn ganga um bæinn eftir kl. 18. Setjið ljósker fyrir utan svo börnin sjái að þau séu velkomin.

Vopnafjörður

28. október

Bustarfell: kl. 18:30 hefst notaleg kvöldstund í gamla bænum og kl. 19 hefst félagsvist í bænum. Enginn aðgangseyrir. Vöfflukaffi og kakó/fjallakakó í Hjáleigunni. Öll hjartanlega velkomin. Þau sem vilja spila eru beðin um að melda sig, svo hægt sé að áætla fjölda, með skilaboðum á Facebook-síðunni Minjasafnið á Bustarfelli eða í síma 868-5653. Ath! Enginn posi á staðnum.

29. október

Fiskhúsið: Bíó fyrir yngri kynslóðina kl. 16 fyrir leikskólaaldur til 4. bekk, kl. 18 fyrir 5.-7. bekk og kl. 20 fyrir 8.-10. bekk.

30. október

Bókasafnið: Notaleg fjölskyldustund á milli kl. 16 og 17. Lesin verður saga fyrir börnin og litir og blöð í boði.

Fiskhúsið: Sötrað með Sigrúnu kl. 20. Hugguleg kvöldstund með Sigrúnu Láru þar sem við komum saman, málum, sötrum og skemmtum okkur. Aðgangseyrir 3.000 kr. Innifalið er strigi, málning og penslar. Skráning og frekari upplýsingar hjá Fanney Björk í skilaboðum eða síma 858-1076.

31. október

Grikk eða gott? Börnin ganga um bæinn í búningum og safna góðgæti á milli kl. 17 og 20. Endilega merkið húsin með skreytingum eða öðrum hætti sem bjóða börnin velkomin.

1. nóvember

Mikligarður: Dagur hinna dauðu – Dia de los muertos! Mexíkósk stemning og hlaðborð. Nánar auglýst á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps og Facebook.

Kaffihúsið690: Fyrsta opnun Kaffihússins690 í Kaupvangi á milli kl. 16 og 18. Heitir og kaldir drykkir til sölu og smakk í boði hússins.

2. nóvember

Mikligarður: Diskótek á milli kl. 14:00-15:30. DJ Ra Tack stýrir fjörinu. Minn­ing­ar­diskótek um Prins Póló. Gular kórónur og blöðrur í boði. Öll velkomin, ókeypis aðgangur.

Selárlaug: Kvöldopnun frá 12 til 22. Kertaljós og kósýheit.

3. nóvember

Hofskirkja: Allra heilagra messa kl. 15. Látinna er minnst og kveikt er á kerti fyrir þau sem létust á liðnu ári.

Rökkurganga: Gengið frá kirkjugarðinum kl. 17 og út að Kolbeinstangavita. Sniðugt að hafa með vasaljós.

Kolbeinstangaviti: Bogga og Baldvin flytja gestum ljúfa tóna kl. 18. Velkomið að taka undir og láta hljóminn berast um vitann.

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Endilega fylgist með á heimasíðum sveitarfélaga, íbúasíðum á Facebook, heimasíðu Daga myrkurs og hjá viðburðahöldurum.

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn