Byggðahátíðin okkar allra, Dagar myrkurs, hefst formlega á mánudaginn kemur, 27. október. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg og hana má sjá hér í heild sinni.
Draugaleg stemning Hafið bistró
Heiðmyrkur Gamla kirkjan, kl. 17:00-18:00
Öldum saman hafa íbúar á Búlandsnesi þurft að treysta á ratvísi sína þegar hnausþykk þokan læðist inn yfir nesið og myrkvar allt. Stundum standa sólroðnir klettarnir upp úr þó allt sé myrkvað þar á milli. Þetta kalla heimamenn heiðmyrkur og nú reynir á ratvísina þegar heiðmyrkvinn tekur yfir gömlu krikjuna á Dögum myrkurs.
Skrímslavöfflur Tryggvabúð, kl. 15:00
Bláar vöfflur, grænn rjómi með örmum í Tryggvabúð. 600 kr. á manninn.
Ljósasund Sundlaug Djúpavogs
1.-3. bekkur kl. 17:00-18:00
4.-7. bekkur kl. 18:30-20:00
Ljósasund Sundlaug Djúpavogs
8.-10. bekkur kl. 18:30-20:00
Töfrar í Hálsaskógi kl. 16
Árleg mæting töfratrésins. Farið af stað með vasaljósin og tréð sem glitrar þegar ljósgeislinn fellur á það leitað uppi.
Boðið verður upp á kakófordrykk í Aðalheiðarlundi. Við kveikjum upp í eldstæðinu og sjáum til hvort það verður stemming fyrir pinnanbrauðsbakstri, sykurpúðagrilli eða einhverju skemmtilegu sem okkur dettur í hug meða við bíðum eftir að myrkrið læðist inn yfir skóginn.
Hryllilega smár smáréttamatseðill Hótel Framtíð
Gildir til og með 1. nóvember.
Hryllingsbíó Hlaðan á Teigarhorni, kl. 20
Hrekkjavökupartý Helgafell, kl. 16:30-18:00
Zion og Foreldrafélag Djúpavogsskóla halda hryllilegt hrekkjavökupartý. Tjúttum saman áður en gengið verður í hús!
Faðirvorahlaup kl. 17:30
Hlaupið er með aðeins breyttu sniði í ár vegna öryggis: Byrjað er við húsið Birkihlíð, í enda götunnar Hammersminni. Hlaupinn er flugvallarhringurinn, komið hjá húsinu Holti, þar beygt til hægri og hlaupið út í Neista
Kósíkvöld í sundi Sundlaug Djúpavogs, kl. 19:00-20:15
Hæglætis stund í sundi. Kertaljós og tónlist.
Hrekkjavökupartý Faktor brugghús, kl. 21
Við fögnum komu jólabjórsins. Mætum í hryllilegum búningum og skálum í botn!
Sviðaveisla Bragðavellir Barn, kl. 18
Árleg sviðaveisla. Kvöldið er tileinkað sauðkindinni með ljúffengum mat, listasýningu og notalegri stemningu í sögulegu umhverfi Bragðavalla. Húsið opnar kl. 18 og maturinn hefst kl. 19. Miðaverð er 5.900 krónur. Bókanir fara fram á [email protected] eða í síma 898 6056. Takmarkað pláss, svo við hvetjum gesti til að tryggja sér sæti sem fyrst.
Búningapartý Neista Íþróttahúsið, kl. 11-12
Tíu tónleikar Beljandi brugghús, kl. 20:30
Gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason leikur nýja og notaða tónlist ásamt sérstökum gesti, gítarleikaranum Guðmundi Arnþóri.
Viðburður á Facebook
Vasaljósa-nammileit Lækjarkot, kl. 17:30.
Börn mæta með vasaljós og leita að nammi í myrkrinu.
Haustsamkoma Heiðmörk 13, kl. 17:00-20:00
Boðið upp á súpu, bakkelsi, nammi og heitt kakó í garðinum/bílskúrnum. Einnig verður hrekkjavökkuspurningaleikur fyrir allan aldur.
Draugaganga Nýgræðingur, kl. 18:00
Gengið í gegnum Nýgræðinginn á Stöðvarfirði þar sem furðuverur þessa heims og annars liggja í leyni og gera sitt besta til þess að láta þér bregða.
Kvöldverður félags eldri borgara Balaborg, kl. 18:00
Jaspis, félag eldri borgara, verður við með opið á Balaborg, í húsi eldri borgra. Grín og gaman. Bjóðum upp á svarta grauta og súpu og svartari kökur en nokkru sinni fyrr í eftirrétt.
Draugahús Sköpunarmiðstöðin, kl. 15:00-18:00
Fyrir alla aldurshópa: Yngri hópur kl. 15 en svo verður hækkað í hryllingnum kl. 17.
Enginn skráður viðburður.
Grikk eða gott kl. 17:00-19:00
Búningaklædd börn banka upp á í völdum húsum á Reyðarfirði (sjá Facebook-hóp). Galdra-Loftur leiklestur
Myrkvað tilboð Veiðiflugan, kl. 11:00-20:00
Glæsilegir afslættir á öllum fatnaði og skóm þennan eina dag.
Listsýning Skaftfell, kl. 11:00-16:00
Sýningin „“In Terms of the Show, in the Sense of the Trace, with a Hint of a Twist“ eftir listamennina Kristinu Stallvik, Lin Ni, Yvette Bathgate og Jake Shepherd.
Dagar myrkur Bókasafnið
– Myrkragetraunn fyrir börn og fullorðna.
Giskaðu á hversu margir hlutir eru í krukunni. Verðlaun í boði fyrir þann aðila sem giskar næst rauntölu.
– Sektarlausir dagar. Hægt að skila bókum sem komnar eru fram yfir síðasta skiladag án þess að fá sekt.
– Bækur um drauga, spennu, blóð og hrylling. Þú finnur þetta allt á bókasafninu.
– Auk hefbundinna bókaútlána erum við með ýmis borðspil sem hægt er að spila á staðinum.
– Hrekkjavökumyndir sem er hægt að lita og taka með heim.
– Harry Potter brautarstöð, 9¾ myndaveggur. Komdu og taktu mynd af þér.
– Bókastandur fullur af gratís bókum. Endilega komdu og kræktu í eina.
Notaleg stund og heitt á könnuni. Verið velkomin!
Tíu tónleikar Skaftfell, kl. 20:30
Gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason leikur nýja og notaða tónlist ásamt sérstökum gesti: Guðrúnu Veturliðadóttur.
Viðburður á Facebook
Grikk eða gott? kl. 17:00-20:00
Börn í búningum fara á stjá og banka upp á hjá bæjarbúum. Þau sem vilja fá heimsókn setji ljós eða lugtir við útidyrnar. Ef veður setur strik í reikninginn verða furðuverurnar fyrr á ferðinni.
Kósý kvöldopnun Sundhöllin, kl. 20:00-22:00
Upphituð laug, kósý ljós, tónlist, flot og léttar veitingar. Fyrir 16 ára og eldri.
Upphituð laug Sundhöllin, kl. 11:00-14:00
Tilvalið að koma með litlu krílin.
Afturgöngur Vélsmiðjan, kl. 17:00
Sögur og sagnir úr fortíðinni vakna til lífsins. Í dimmu og draugalegu rými Vélsmiðjunnar er aldrei að vita hvern þú getur hitt; afturgöngur eða drauga? Heitt kakó í boði Hótel Öldunnar og smá kruðerí. Aðgangur ókeypis. Hræðumst saman í myrkrinu!
Vasaljósaíþróttaskóli Íþróttahúsið, kl. 10:00-11:00
Má koma með vasaljós og í búningi í íþróttaskólann.
Myrkrasunnudagaskóli Seyðisfjarðarkirkja, kl. 11:00
Myrkraþema í sunnudagaskólanum. Má mæta í búningi. Skelfilegar veitingar í safnaðarheimili eftir stundina.
Tíu tónleikar Tónlistarmiðstöð Austurlands, kl. 20:30
Gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason leikur nýja og notaða tónlist ásamt sérstökum gesti: Birgi Baldurssyni.
Viðburður á Facebook
Rómantískt villibráðarkvöld Randulffs sjóhús, kl. 20:00
Vinur okkar, Sigurður Daði Friðriksson, mun sjá um allskonar villibráðakræsingarnar og Andri Bergmann um ljúfa tóna í upphafi kvölds.
Borðapantanir: 6960809 eða [email protected]. Verð: 14.900 kr. á mann. Húsið opnar kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.00. Tilboð á allri gistingu á Mjóeyri þessi helgi.
Kósí afmælisveisla Safnahúsið, kl. 17:00-19:00
Náttúrustofa Austurlands býður ykkur í 30 ára afmælisveislu. Kósíheit og kertaljós verða í fyrirrúmi. Stuttar kynningar verða á verkefnum Náttúrustofunnar og sum hver sérstaklega miðuð að börnum. Frekari dagskrá auglýst á miðlum Náttúrustofunnar. Léttar veitingar. Öll velkomin, bæði börn og fullorðnir í notalega, fræðandi og nærandi stund.
Hryllingshús Verkenntaskóli Austurlands, kl. 17:00-20:00
Árlegur hrekkjavökuviðburður sem listaakademía Verkmenntaskóla Austurlands stendur fyrir á heimavist skólans. Húsið er opið öllum þeim sem þora að láta hræða sig en hentar ekki ungum börnum.
Tónleikar Tónspil
Í tilefni útgáfu sólóplötu Halldórs Warén en hann hefur verið viðriðin tónlist lengi, beint og óbeint, í gegnum útgáfufyritækið WarénMusic. Hann spilar með orgeltríóinu VAX, gaf hann út spiladósardiskinn Bíum Bíum, ásamt því að framleiða, hljóðrita og spila á hljómplötunni Kjuregej (Lævirkinn) sem fékk meðal annars íslensku tónlistarverðlaunin. Mest hefur Halldór framleitt, eða unnið með öðrum listamönnum við þeirra hugarefni, en kemur fram í þetta sinn eingöngu með eigið efni, tónlistin er saminn á 20 ára tímabili og er öll með enskum texta.
Dagar myrkurs Safnahúsið, kl. 16:00-19:00
Söfnin í Safnahúsinu á Egilsstöðum halda upp á Daga myrkurs með fjölbreyttum hætti.
kl. 16:00 – Lesið fyrir börnin á bókasafninu.
kl. 16:00-18:00 – Skornar út hrekkjavökuluktir úr rófum á Minjasafninu. Athugið að koma þarf með rófur með sér en veitt verður tilsögn og sérstök áhöld verða á staðnum.
kl. 16:30-18:00: Hrekkjavökuföndur fyrir börnin á bókasafninu.
kl. 18:00 – Sögustund og kvæðahjal. Alvöru baðstofustemming með kvæðasöng, upplestri á frásögnum, sögum og ljóðum.
Hrekkjavökuratleikur Tjarnargarðurinn, kl. 20:00.
Myrkraþrautir í boði Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum. Mæting við sviðið. Ath! Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Myrkrajazz Sláturhúsið, kl. 20:00
Sándor Kerekis og Berglind Halla Kristjánsdóttir flytja ljúfar djassballöður. Miðaverð 2.500 kr. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Langt út/Far out.
Leiðsögn á einfaldaðri íslensku Minjasafn Austurlands, kl. 17:00
Við skoðum hluti sem fólk notaði til að fá ljós áður en rafmagn kom. Leiðsögumaður er Michelle Mielnik. Við hvetjum öll þau sem eru að læra íslensku sem annað mál til að koma í safnið.
Myrkrabað Vök baths, kl. 19:00-22:00
Við ætlum að slökkva öll ljós í böðunum og hafa eins dimmt og mögulegt er. Kertaljós og kósí stemmning og 25% afsláttur af kokteilum á laugarbar.
Grikk eða gott? kl. 17:00-19:00
Búningaklædd börn banka upp á í völdum húsum á Egilsstöðum og Fellabæ (sjá Facebook-síðu).
Tónleikar Tehúsið
Í tilefni útgáfu sólóplötu Halldórs Warén en hann hefur verið viðriðin tónlist lengi, beint og óbeint, í gegnum útgáfufyritækið WarénMusic. Hann spilar með orgeltríóinu VAX, gaf hann út spiladósardiskinn Bíum Bíum, ásamt því að framleiða, hljóðrita og spila á hljómplötunni Kjuregej (Lævirkinn) sem fékk meðal annars íslensku tónlistarverðlaunin. Mest hefur Halldór framleitt, eða unnið með öðrum listamönnum við þeirra hugarefni, en kemur fram í þetta sinn eingöngu með eigið efni, tónlistin er saminn á 20 ára tímabili og er öll með enskum texta.
Galdra-Loftur Áskirkja í Fellum, kl. 20:00
Leikfélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir leiklestri á leikritinu Galdra-Loftur í aðdragana Allrasálnamessu.
Þjóðsögur í Hróarstungu Geirstaðakirkja, kl. 20:00
Lesnar þjóðsögur við kertaljós í kirkjunni (Litla-Bakka í Hróarstungu).
Hrekkjavökuföndur Snæfellsstofa, kl. 16:00-19:00.
Föndrum saman fyrir hrekkjavökuna úr endurnýttum hráefnum.
Galdra-Loftur Bakkagerðiskirkja, kl. 20:00
Leikfélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir leiklestri á leikritinu Galdra-Loftur í aðdragana Allrasálnamessu.
Bjúgnakvöld og bjórlestin Blábjörg Resort, kl. 20:00
Ljúffengir réttir, búnir til úr heimagerðum bjúgum. Bjórlestin kemur til byggða með jólabjórin.
Rökkurstund Hámundarstaðir 2, kl. 19:00
Upplestur, ratleikur og gæðastund með hestum Vonarljóss.
Halloween á Öldunni N1 skálinn, allan daginn
Halloween stemmning í sjoppunni: Tilboð á matseðli, hræðilegar skreytingar og starfsfólk í búningum. Nammi fyrir börnin.
Tíu tónleikar Kaupvangur, kl. 16:30
Gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason leikur nýja og notaða tónlist ásamt sérstökum gesti: Birgi Baldurssyni.
Viðburður á Facebook
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Endilega fylgist með á heimasíðum sveitarfélaga, íbúasíðum á Facebook, heimasíðu Daga myrkurs og hjá viðburðahöldurum.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn