Dagmar er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Síðan 2013 hefur hún starfað sem yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Þar hefur hún m.a. haft umsjón með samskiptum við hagsmunaaðila, útgáfu samfélagsskýrslu, viðburðarstjórnun, gerð auglýsingaefnis ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og sinna verkefnum því tengdu, s.s. mannauðsmálum og rekstri. Áður starfaði Dagmar sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri í fimm ár og var þar áður fréttamaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu N4 í eitt ár.

Hún er fulltrúi í háskólaráði Háskólans á Akureyri og situr í stjórn Stapa lífeyrissjóðs. Auk þess hefur Dagmar setið í fagráði Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Hvatasjóðs Seyðisfjarðar, heimastjórn Fljótsdalshéraðs, verið fulltrúi í stjórn Álklasans að viðbættri þátttöku í ýmsum fjölbreyttum samstarfs- og samráðsvettvöngum á svæðis- og landsvísu.

Nánari upplýsingar

Jóna Árný Þórðardóttir fyrir pistla

framkvæmdastjóri Austurbrúar


Jóna Árný Þórðardóttir

869 9373 // [email protected]

formaður SSA og stjórnar Austurbrúar


Berglind Harpa Svavarsdóttir

860 3514 // [email protected]

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn