Nú í haust mun Austurbrú, í samvinnu við Vinnumálastofnun, Fjölmennt og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA), bjóða fram starfstengt nám fyrir fatlað fólk í atvinnuleit. Um er að ræða tilraunaverkefni til innleiðingar á nýrri námsskrá FA. Námið er starfstengt og skiptist í bóklegt nám hjá Austurbrú sem og verklegt nám á vinnustað.

Í haust verður starfstengdi þátturinn tengdur eftirfarandi störfum; í leikskóla, í verslun, við umönnun, þrif og þjónustu og við endurvinnslu og á lager. Austurbrú mun koma að kennslu bóklega þáttarins og Vinnumálastofnun að starfstengda þættinum í samvinnu við vinnustaði og félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags.

Þátttakendur námsleiðarinnar fá staðfestingu á hæfni eftir námið með Fagbréfi atvinnulífsins.

Frekari upplýsingar


Ásdís Helga Bjarnadóttir

470 3810 // [email protected]


Úrsúla Manda Ármannsdóttir

864 4231 // [email protected]