Næsti viðburður í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar fer fram þriðjudaginn 3. febrúar klukkan 12.00 en þá verður sjónum beint að einu mikilvægasta – og jafnframt flóknasta – viðfangsefni frumkvöðla: fjármögnun. Viðburðaröðin er haldin í samstarfi landshlutasamtaka um allt land og er opin öllum áhugasömum um nýsköpun og frumkvöðlastarf.
Gestur viðburðarins að þessu sinni er Svava Björk Óladóttir, sem er vel þekkt í íslensku nýsköpunarumhverfi. Svava starfar sem nýsköpunarstjóri við Háskólinn á Akureyri og hefur áratuga reynslu af nýsköpun, fjármögnun og uppbyggingu sprotafyrirtækja. Hún er jafnframt stofnandi RATA og IceBAN (Icelandic Business Angel Network) og hefur sjálf komið að fjárfestingum sem englafjárfestir.
Í erindi sínu mun Svava Björk fara yfir landslag fjármögnunar sprotafyrirtækja á Íslandi og kynna þá fjölbreyttu möguleika sem frumkvöðlum standa til boða, allt frá styrkjakerfum til aðkomu fjárfesta. Hún mun einnig deila reynslu sinni af því hvað skiptir máli þegar leitað er eftir fjármagni, hvernig best er að undirbúa sig fyrir samtöl við fjárfesta og hvaða atriði geta ráðið úrslitum á fyrstu stigum.
Viðburðurinn er rafrænn, þátttakendum að kostnaðarlausu, en nauðsynlegt er að skrá sig til að fá sendan hlekk á fundinn.
Austurbrú hvetjur alla frumkvöðla, sprotafyrirtæki og áhugasama um nýsköpun til að nýta þetta tækifæri til að læra af einum fremsta sérfræðingi landsins á þessu sviði.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn