Símenntun fyrir fólk með fötlun
Austurbrú hefur umsjón með námsleiðum fyrir fólk með fötlun á Austurlandi. Fjármögnun kemur frá Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð sem jafnframt sinnir ráðgjöf og stuðningi við fræðslustofnanir vegna náms og símenntunar fyrir fatlað fólk á Íslandi.
Fjölbreytt námsúrval
Við leggjum metnað í að standa fyrir fjölbreyttu námsúrvali fyrir þennan nemendahóp. Við leggjum áherslu á handverk, hreyfingu og útiveru og síðustu ár höfum við haldið námskeið í psychodrama, krossfit, handiðn, kertagerð, haustkransagerð, ýmis konar útivist, jóga og tágakörfugerð.