Ársfundur í öðru verkefninu, MEDiate, var haldinn í Essex í Englandi fyrr í þessum mánuði og komu þar saman allir 14 aðilar verkefnisins og þau fjögur tilraunasvæði sem taka þátt; Nice í Frakklandi, Essex í Bretlandi, Osló í Noregi og Seyðisfjörður á Íslandi.

Tilgangur verkefnisins og markmið er að þróa aðferðir eða líkan sem getur stutt við betri ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstiginu þegar kemur að náttúruvá eða hamförum. Starfsfólk Múlaþings hefur tekið virkan þátt í verkefninu og góð vinna hefur farið fram í íslenska hópnum sem í eru auk Austurbrúar, Háskóli Íslands og Veðurstofan.

Verkefnisstjórn


Erna Rakel Baldvinsdóttir

845 2185 // [email protected]

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn