Við getum...
- Kynnt möguleika á raunfærnimati á fagsviðum starfsmanna
- Sett upp stök námskeið fyrir vinnustaðinn
- Greint fræðsluþarfir og gera fræðsluáætlun fyrir starfsmannahópinn
- Framfylgt fræðsluáætlun í samvinnu við fyrirtækið
- Sinnt ráðgjöf til starfsmanna um frekari námsmöguleika og starfsþróun
Fræðslustjóri að láni
Austurbrú býður upp á fræðslustjóra að láni í samvinnu við starfsmenntunarsjóði verkalýðsfélaga, með því að lána ráðgjafa, sérhæfðan í vinnustaðafræðslu til fyrirtækja. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert og greinir í framhaldinu fræðsluþörf fyrirtækisins. Stuðst er við Markviss aðferðina sem er kerfisbundin greiningaraðferð til að vinna að starfsmannaþróun. Greiningin er unnin í samstarfi við stjórnendur og starfsmenn sem þannig gefst kostur á að meta þekkingar- og færniþörf fyrirtækisins og skipuleggja uppbyggingu í samræmi við það mat. Hægt er að sækja um styrk til starfsmenntasjóða fyrir verkefninu með aðstoð Austurbrúar.
Stök námskeið
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval stuttra námskeiða nýtast á hvaða vinnustað sem er.
- Jákvæð samskipti og ábyrgð starfsmanna
- Streitustjórnun og jafnvægi
- Skyndihjálparnámskeið
- Markmið og tímastjórnun
- Excel
Meiri starfsánægja
Mörg fyrirtæki sem hafa unnið markvisst að þróun og fræðslu starfsfólks telja sig hafa náð marktækum árangri á eftirtöldum sviðum:
- Aukin framleiðni og virkni
- Aukin gæði vöru og þjónustu
- Virkari sí- og endurmenntun
- Skýrari stefnumörkun
- Árangursríkari markmiðasetning
- Bætt samstarf innan og utan fyrirtækisins
- Markvissari nýting á nýrri tækni
- Meiri starfsánægja
Nánari upplýsingar

Hrönn Grímsdóttir

Úrsúla Manda Ármannsdóttir

Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir