Fjölbreytni og metnaður einkenndi umsóknirnar

„Seyðisfjörður er einstakur staður og það hefur sýnt sig svo að ekki verður um villst í verkefnunum, bæði þeim sem hlutu brautargengi og svo þeim sem okkur tókst ekki að finna farveg að þessu sinni“ – Gauti Jóhannesson, formaður verkefnastjórnarinnar.

Styrkirnir eru veittir til atvinnuskapandi verkefna með áherslu á að með því að virkja frumkvæði íbúa og annarra sem tengjast byggðarlaginu og koma til móts við þá atvinnurekendur og einstaklinga í atvinnurekstri sem orðið hafa fyrir tjóni.

Alls bárust 34 umsóknir frá 26 aðilum um ríflega 226 milljónir en til úthlutunar voru 55 milljónir. Lögð var áhersla á að koma til móts við þá sem urðu fyrir tjóni, koma að atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og samfélagslega mikilvægum verkefnum.

„Fjölbreytni og metnaður einkenndi umsóknirnar sem bárust. Mér er til efs að slíkur kraftur og margbreytni eigi marga sína líka. Seyðisfjörður er einstakur staður og það hefur sýnt sig svo að ekki verður um villst í verkefnunum, bæði þeim sem hlutu brautargengi og svo þeim sem okkur tókst ekki að finna farveg að þessu sinni,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður verkefnastjórnarinnar.

Hvatasjóðurinn er hluti þriggja ára verkefnis sem  stjórnvöld, Múlaþing og Austurbrú hafa sett af stað til að byggja upp atvinnulíf á Seyðisfirði sem stendur frammi fyrir margþættum vanda í kjölfar hamfaranna í desember sl.   Frekari upplýsingar um verkefnið eru á síðu Austurbrúar.

Lista yfir þá sem hlutu styrki að þessu sinni má sjá hér.

Nánari upplýsingar

Urður Gunnarsdóttir

Urður Gunnarsdóttir

864 9974 // [email protected]

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn