Guðmundur R. Gíslason

Mikill heiður

„Þegar maður lítur á listann yfir þá sem hafa fengið þau þá verður maður mjög þakklátur“ – Guðmundur R. Gíslason, handhafi menningarverðlauna SSA 2021.

Hlusta

„Þetta var mikill heiður,“ segir Guðmundur um viðurkenninguna. „Þetta eru gamalgróin verðlaun og þegar maður lítur á listann yfir þá sem hafa fengið þau þá verður maður mjög þakklátur og finnst maður vera kominn í hóp góðra einstaklinga sem hafa afrekað mikið á menningarsviðinu á Austurlandi.“

Guðmundur hefur verið einn af okkar bestu mönnum í tónlistinni um árabil, gefið út nokkrar sólóplötur auk þess sem hann sinnti hlutverki forsöngvara í norðsfirsku dægurhljómsveitinni Súellen á árum áður.

Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar og hér má sjá lista yfir fyrri handhafa verðlaunanna.