Námsframboð
Tölvunarfræði
Boðið er upp á B.S.-nám í tölvunarfræði frá HR í samstarfi við Háskólann á Akureyri (HA).
- Tölvunarfræði
Nánari upplýsingar um nám í tölvunarfræði
Annað fjarnám eða sveigjanlegt nám
Háskólar landsins bjóða upp á ýmsar leiðir í námsfyrirkomulagi fyrir nema á landsbyggðinni.
- Háskólinn á Akureyri
Allt grunnnám við skólann er kennt í sveigjanlegu námi. - Háskólinn á Bifröst
Allt nám við skólann er kennt í fjarnámi. - Háskólinn á Hólum
Valdar leiðir í boði í fjarnámi eða blönduðu námi. - Háskóli Íslands
Valdar námsleiðir eru í boði í fjarnámi. - Landbúnaðarháskóli Íslands
Fjarnám er í boði á öllum námsbrautum nema í landslagsarkitektúr.
Þjónusta
Á ári hverju þjónustar Austurbrú nokkur hundruð háskólanemum í landshlutanum. Hjá okkur geta þeir fengið námsaðstöðu, sótt ýmis gagnleg námskeið, tekið próf, fengið leiðbeiningar varðandi nám, s.s. námstækni, skipulag verkefna og ráðgjöf vegna prófkvíða o.fl.
Námskeið á haustönn 2022:
Ritgerðarvinna og skipulag
Gagnasöfn og heimildavinna
Verkefni
Nemendur geta leitað til Austurbrúar þegar þeir eru að leita að viðfangsefni lokaverkefnis. Sérstaklega er bent á að verkefnin miði að Austurlandi og leita má fanga í Svæðisskipulagi Austurland þar sem sett er fram sameiginleg framtíðarstefna sveitarfélagana í fjórðungnum.
Samstarfsstofnanir
Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Náttúrustofa Austurlands,
Nemendasamfélag
Stofnaður hefur verið Facebook-hópur fyrir háskólanema á Austurlandi. Stefnt er að því að byggja upp meiri tengsl á milli háskólanema í landshlutanum með hópnum, viðburðum og fræðslu.