Austurbrú boðar til árlegs Haustfundar ferðaþjónustunnar sem haldinn verður föstudaginn 20. nóvember á Blábjörg Resort á Borgarfirði eystra. Fundurinn stendur frá kl. 10–14 í Frystiklefanum en að fundi loknum verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá með kynningum og kvöldverði.
Á fundinum verður farið yfir helstu verkefni og áherslur Austurbrúar og samstarfsaðila, auk þess sem veittar verða viðurkenningarnar Kletturinn og Frumkvöðullinn sem ætlaðar eru til að heiðra framlag einstaklinga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Austurlandi.
10:00 Haustfundur í Frystiklefanum, Blábjörg Resort
12:00 – 12:30 Hádegismatur
14:30 Kynningar í KHB Brugghúsi
– Alda Marín Kristinsdóttir: Hafnarhólmi og ferðaþjónustan á Borgarfirði
– Auður Vala Gunnarsdóttir: Blábjörg Resort
– Árni Magnússon: Fjordbikes
15:30 Bjórkynning í KHB Brugghúsi
19:00 Kvöldverður í Frystiklefanum, Blábjörg Resort
Tónlistarbingó með Katrínu og Huga í KHB Brugghúsi!
Á Haustfundinum verða veittar tvær viðurkenningar:
Kletturinn er veittur þeim sem um árabil hafa staðið í framlínu ferðaþjónustu á Austurlandi og með elju og ósérhlífni stuðlað að framgangi greinarinnar.
Frumkvöðullinn er veittur einstaklingum eða fyrirtækjum sem sýna áræðni og hugmyndaauðgi við uppbyggingu þjónustu fyrir ferðamenn og stuðla þannig að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu.
Gestir fundarins geta nýtt sér sértilboð í gistingu, spa og böð hjá Blábjörg Resort í tengslum við viðburðinn. Nánari upplýsingar eru í skráningarhlekknum.
Alexandra Tómasdóttir
Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn