Dagana 8. og 9. september sl. fór haustþing Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) fram á Breiðdalsvík. Mörg verkefni lágu fyrir þinginu að venju. Má nefna að skipaður var nýr formaður og að Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044, sem tekið verður til afgreiðslu hjá austfirsku sveitarfélögunum innan tíðar, skipaði stóran sess.
Nýr formaður SSA var skipaður á þinginu og var það Berglind Harpa Svavarsdóttir frá Múlaþingi. Þuríður Sigurðardóttir frá Fjarðabyggð var skipuð varaformaður. Auk þeirra sitja í nýrri stjórn SSA þau Ragnar Sigurðsson frá Fjarðabyggð, Helgi Hlynur Ásgrímsson frá Múlaþingi og Axel Örn Sveinbjörnsson frá Vopnafjarðarhreppi. Áheyrnarfulltrúi er Jóhann F. Þórhallsson frá Fljótsdalshreppi.
Varamenn í stjórn SSA eru: Þórdís Benediktsdóttir frá Fjarðabyggð, Stefán Þór Eysteinsson frá Fjarðabyggð, Jónína Brynjólfsdóttir frá Múlaþingi, Eyþór Stefánsson frá Múlaþingi og Aðalbjörg Ó. Sigmundsdóttir fráVopnafjarðarhreppi. Varaáheyrnarfulltrúi er Lárus Heiðarsson frá Fljótsdalshreppi.
Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafns Norðfjarðar, hlaut menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), sem tilkynnt var um á haustþingi sambandsins er haldið var á Breiðdalsvík í dag. Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar.
NánarHeiðursgestur haustþingsins var Kristjana Björnsdóttir frá Borgarfirði eystra. Kristjana er úr Hjaltastaðaþinghá en flutti sextán ára gömul á Borgarfjörð. Hún sat í tólf ár í hreppsnefnd Borgarfjarðar og var eina konan. Þegar Magnús Þorsteinsson, þáverandi oddviti, steig til hliðar eftir þrjátíu ár og tók við starfi sveitarstjóra, varð Kristjana oddviti árið 2002 og gengdi embættinu í eitt kjörtímabil. Stjórn SSA færir Kristjönu bestu þakkir fyrir framlag hennar til sveitarstjórnarmála á Austurlandi og óskar henni alls hins besta.
Venju samkvæmt sendi haustþing SSA frá sér ályktun um ýmis málefni sem tengjast fjórðungnum. Vinnu við Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044 er nú lokið verður skipulagið tekið fyrir af bæjar- og sveitarstjórnum á næstu vikum. Ályktun þingsins tóku af því tilefni mið af vinnu við skipulagið og óskaði þingið eftir samvinnu við allra hagaðila á grunni skipulagins.
Skoða ályktunFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn