Haustþing SSA var haldið við sérstakar aðstæður sl. föstudag en vegna heimsfaraldurs var þingið haldið í fjarfundi. Dagskrá var þó nokkuð hefðbundin og hægt var að afgreiða alla fasta liði að venju.
Þingið sátu 24 fulltrúar þeirra fjögurra sveitarfélaga sem nú tilheyra Austurlandi auk embættismanna og starfsmanna Austurbrúar sem höfðu umsjón með fundi. Á fundinum voru samþykktar tillögur um breytt kjör stjórnarmanna og skipuð var ný stjórn. Í henni sitja nú:
Aðalmenn:
Varamenn:
Að venju sendi haustþing SSA frá sér ályktun sem að þessu sinni var skýr og skorinort:
Haustþing SSA, haldið í fjarfundi þann 9. október 2020 ítrekar mikilvægi þess að Alþingi og ríkisstjórn standi við bakið á sveitarfélögunum á þessum víðsjárverðu tímum.
Mikilvægt er að sameinast um þau brýnu uppbyggingar- og framfaraverkefni sem ályktað hefur verið um undanfarin ár af hálfu SSA* og blása þannig til sóknar fyrir íslenskt þjóðarbú.
Haustþingið kallar eftir samstöðu þings og þjóðar að nýta þau tækifæri sem eru til staðar um leið og hlúð er að þeim sem verða fyrir áföllum af völdum Covid19.
Aðalheiður Borgþórsdóttir frá Seyðisfirði hlaut menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) sem tilkynnt var um á haustþinginu. Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar.
Menningarverðlaun SSA 2020Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn