„Fólk var mjög ánægt að heyra um breytingarnar“

Hrafnkatla Eiríksdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, segir nokkur málefni hafa verið ofarlega í umræðunni:

„Fólk var mjög ánægt með þær breytingar sem hafa orðið á styrkjakerfinu – en fæstir höfðu heyrt af þeim. Áður fyrr þurfti fólk að afsala sér niðurgreiðslu á rafmagni í 15 ár til að fá varmadælustyrk frá ríkinu. Í dag færðu styrkinn og heldur niðurgreiðslunni, þannig að áhættan hefur færst frá einstaklingnum yfir til ríkisins. Þetta er gífurleg breyting og fólk var greinilega fegið að heyra það skýrt.“

Hrafnkatla segir einnig að áhyggjur hafi komið fram varðandi möguleg aukagjöld þegar raforkusala minnkar eftir uppsetningu varmadæla:

„Þessir hlutir eru á viðkvæmu stigi og skýrast betur á næstu mánuðum. En umræðan var málefnaleg og hjálpaði okkur að sjá hvar þörf er á frekari skýringum og upplýsingagjöf.“

Seinni hlutinn í janúar

Fræðslufundunum verður framhaldið í byrjun næsta árs. Þá verður áfram fjallað um orkusparnað, valkosti í húshitun og styrktækifæri sem heimili geta nýtt sér.
Fundirnir í janúar verða á eftirfarandi stöðum:

7. janúar

12:00 – Végarður, Fljótsdal
16:00 – Fróðleiksmolinn, Reyðarfirði
20:00 – Brúarás, Jökulsárhlíð

8. janúar

12:00 – Fjarðaborg, Borgarfirði eystri

Austurbrú og samstarfsaðilar þakka frábær viðbrögð á fyrstu fundunum og hlakka til að halda áfram samtalinu við íbúa Austurlands í janúar.

Myndatexti: Hrafnkatla flytur erindi fyrir fullu húsi í Gamla kaupfélaginu á Breiðdalsvík.

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn