Austurbrú heldur íbúafund í Herðubreið 25. janúar kl. 17:00.
Farið verður yfir niðurstöður rannsóknarinnar á félagslegri seiglu í kjölfar náttúruhamfara. Einnig verður kynning á Evrópuverkefninu The HuT,
en verkefnið snýst um að hanna upplýsingagátt um náttúruvá og er því mikilvægt að fá sjónarhorn íbúa. Verkefnið er unnið í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Almannavarnir og verða fulltrúar þeirra á fundinum.
Öll velkomin!
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn