Í gær fór fram íbúafundur á Seyðisfirði um stöðu atvinnumála í firðinum og framtíðarsýn. Upptaka frá íbúafundinum á Seyðisfirði er nú aðgengileg hér á vef Austurbrúar (neðar) og enn fremur glærur sem kynntar voru á fundinum (sjá hér til hægri). Íbúar Seyðisfjarðar eru hvattir til að kynna sér greininguna á stöðu atvinnumála og bæta við athugasemdum og tillögum, en það er mögulegt til sunnudagskvölds.

Greininguna sem kynnt var á fundinum unnu Róbert Ragnarsson og Gunnar Úlfarsson hjá RRráðgjöf en auk þeirra horfðu til framtíðar þeir Tryggvi Hjaltason, starfsmaður CCP (staðsettur í Vestmannaeyjum) og formaður Hugverkaráðs og Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur.

Glærur / Slides

Austurland hlaðvarp: Uppbygging á Seyðisfirði

Urður GunnarsdóttirÍ nýjasta þætti Austurlandi hlaðvarpi, sem kom út í dag, er rætt við Urði Gunnarsdóttur sem stýrir verkefninu Uppbygging á Seyðisfirði fyrir hönd Austurbrúar. Í þættinum segir hún frá verkefninu, íbúafundinum, framtíðarsýnin á Seyðisfirði, rannsókn á seiglu og fleira.

Hlusta á þáttinn

Íbúafundurinn - upptaka