Hlutfall innflytjenda á Austurlandi hefur margfaldast síðustu tvo áratugi og eru þeir nú tæplega 17% íbúa landshlutans. Þessi þróun hefur dregið úr fólksfækkun, haldið uppi atvinnulífi og fært með sér fjölbreytni og nýja sýn í samfélagið. Innflytjendur gegna lykilhlutverki í mörgum atvinnugreinum og eru yfir 25% þeirra með háskólamenntun. Þrátt fyrir það eru mörg í störfum þar sem menntun þeirra nýtist ekki að fullu.
Austurbrú og fyrirtæki á svæðinu hafa brugðist við með fjölbreyttum aðgerðum sem styðja við þátttöku, svo sem íslenskunámskeiðum og þjálfun samfélagstúlka. Verkefnið Þetta er samfélagið okkar, sem hlaut nýverið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála, hefur það að markmiði að efla inngildingu innflytjenda í samfélaginu og styrkja aðgengi að upplýsingum og þátttöku.
Nánari umfjöllun og tölulegar greiningar um þróun íbúa á Austurlandi má finna á frábærri heimasíðu sjálfbærniverkefnisins, þar sem finna má gagnlegar og aðgengilegar upplýsingar um samfélagið á Austurlandi.
NánarFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn