Opinn kynningarfundur um nýsköpun, stuðningsúrræði og næstu skref frumkvöðla fór fram í húsnæði Austurbrú á Egilsstöðum fyrr í vikunni (20. janúar). Fundurinn var haldinn í samstarfi KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar HÍ og var hluti af hringferðinni Nýsköpun & ný tengsl.
Á fundinum voru flutt fjögur stutt og hnitmiðuð erindi þar sem farið var yfir þau úrræði sem standa frumkvöðlum og fyrirtækjum til boða – allt frá fyrstu hugmynd að framkvæmd, vexti og sókn á nýja markaði. Að loknum erindum skapaðist góður tími fyrir spurningar, samtal og tengslamyndun, þar sem þátttakendur fengu tækifæri til að ræða eigin verkefni og fá beina ráðgjöf frá fulltrúum stofnananna.
Mæting var góð og umræður líflegar, sem endurspeglar bæði áhuga og þörf fyrir skýra leiðsögn í nýsköpun og verkefnaþróun á Austurlandi.
Fundurinn fellur vel að því hlutverki sem Austurbrú sinnir daglega á Austurlandi. Austurbrú veitir ráðgjöf, stuðning og leiðsögn fyrir einstaklinga, frumkvöðla, fyrirtæki og samfélög sem eru með hugmyndir eða verkefni á mismunandi þroskastigi – hvort sem um er að ræða nýsköpun, atvinnuverkefni, menningar- eða samfélagsverkefni. Þeir sem tóku þátt í fundinum, sem og aðrir sem eru með hugmyndir eða vilja skoða næstu skref, eru hvattir til að kynna sér þjónustu Austurbrúar. Nánari upplýsingar um ráðgjöf og stuðning má finna á austurbru.is eða með því að senda erindi á [email protected]
NánarFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn