Margir spennandi viðburðir eru framundan í góðu samstarfi við fjölmarga aðila og er von um að þátttaka verði góð. Hægt verður að fylgjast með viðburðum á Facebooksíðu BRAS, Facebooksíðum og heimasíðum menningarmiðstöðva og stofnana og á íbúasíðum sveitarfélaganna.

Á síðasta ári heiðruðum við minningu Svavars Péturs Eysteinssonar með ýmsum hætti. Eitt af verkefnunum var að bjóða leikskólabörnum á Austurlandi upp á heimsókn frá vinum Svavars, þeim Benna Hemm Hemm og Bjössa Borkó, þar sem þeir heimsóttu leikskólana, sögðu börnunum frá Svavari og kynntu þrjú af lögum hans. Í framhaldinu sendu þeir leikskólunum undirspil og texta Svavars og voru börnin og starfsfólkið hvött til að syngja og tralla allt síðasta skólaár. Á sumardaginn fyrsta var haldin sönghátíð í leikskólunum og flutningur barnanna tekinn upp. Nú er búið að klippa upptökurnar saman og má hér meðfylgjandi sjá myndbönd þar sem börnin í Bjarkatúni á Djúpavogi, Brekkubær á Vopnafirði, Lyngholti á Reyðarfirði og Tjarnarskógi á Egilsstöðum flytja lögin: Líf ertu að grínast, Læda slæda og París norðursins af innlifun og miklu stuði.

Látum börnin og Svavar Pétur syngja okkur inn í haustið þar sem gleðin, sköpunargáfan, manngæskan og kærleikurinn verða okkar leiðarljós í vetur!

Nánari upplýsingar


Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

470 3871 // [email protected]