BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, óskar eftir samstarfi við listafólk á Austurlandi til að bjóða uppá listar- og menningarviðburði, eða vinnustofur fyrir börn og ungmenni á áttundu BRAS hátíðinni sem fer fram í haust. Þema og nafn hátíðarinnar í ár ÞRÆÐIR sem hefur ýmsa skírskotun. Þræðir tengja okkur öll saman, hvort sem við erum hluti af fjölskyldu, samfélagi eða íbúar á sömu plánetu. Þræðir eru meginuppistaða margra hluta sem við notum og getur „ofnotkun“ þeirra haft áhrif á lífsgæði og hringrás efna í náttúrunni. Á hátíðinni ætlum við að leggja áherslu á hvaða hlutverki við gegnum í heildarmyndinni, hvernig okkar þráður hefur áhrif á fólkið og umhverfið í kringum okkur.
Mikilvægt er að listafólkið hafi reynslu af því að vinna með og fyrir börn.
Farið verður eftir neðangreindum atriðum:
Tekið skal fram að við val á verkefnum verður tekið tillit til aldursdreifingar, dreifingar milli byggðarkjarna og að listgreinarnar sem boðið verður uppá séu sem fjölbreyttastar.
Fjöldi verkefna sem valin verða, ræðst af endanlegu fjármagni sem hátíðin fær.
Umsóknum skal skila til Halldóru D. Hafþórsdóttur eigi síðar en 13. júní og hún svarar einnig öllum fyrirspurnum varðandi verkefnið: [email protected] // 470-3871.
BRAS, the cultural festival for children and young people, is seeking collaboration with artists based in East Iceland to offer art and cultural events or workshops for children and youth during the eighth BRAS festival, which takes place this autumn. The theme and title of this year’s festival is THREADS, a concept with many interpretations. Threads connect us all — whether we are part of a family, a community, or inhabitants of the same planet. Threads are also a fundamental component of many items we use, and their overuse can impact both our quality of life and the natural cycle of materials in the environment. At the festival, we aim to emphasize the role each of us plays in the bigger picture, and how our personal “thread” affects the people and environment around us.
It is important that participating artists have experience working with and for children.
The following criteria apply:
Please note that project selection will take into account age diversity, geographical spread, and variety of art forms offered.
The final number of selected projects will depend on the festival’s funding.
Applications should be submitted to Halldóra D. Hafþórsdóttir no later than June 13th. She will also respond to all inquiries about the project: [email protected] // 470-3871
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn