Austurland leggur mikið til þjóðarbúsins með tæpan fjórðung af verðmæti vöruútflutnings þrátt fyrir að hér búi innan við 3% landsmanna. Eftirspurn er eftir vinnuafli en hvernig fjölgum við íbúum svæðisins svo að við séum betur í stakk búin að takast á við framtíðaráskoranir?
Austurbrú boðar til málþingsins „Fjölmennara Austurland“ þar sem við ætlum að velta fyrir okkur framtíðinni í landshlutanum.
Hvar: Í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum.
Hvenær: Föstudaginn 9. maí, frá 13 til 15 (að loknum ársfundi Austurbrúar og aðalfundi SSA).
Fram koma:
• Jón Þorvaldur Heiðarsson. hagfræðingur við Háskólann á Akureyri, kíkir á hagtölur og horfir til framtíðar.
• Vífill Karlsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, fjallar um hvað gerir samfélög fýsileg að búa í.
• Þrír ungir Austfirðingar, þau Tinna Rut Hjartardóttir, nemi við Verkmenntaskóla Austurlands, Katla Torfadóttir, starfsmaður Alcoa Fjarðaáls og Lilja Sif Magnúsdóttir, verkefnastjóri, tala um hvað þurfi að vera til staðar á Austurlandi framtíðarinnar.
Boðið verður upp á léttar veitingar og ljúfa tónlist.
Öll velkomin!
Urður Gunnarsdóttir
Jón Knútur Ásmundsson
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn