Samkvæmt rannsókn Ferðamálastofu leita um 40% ferðamanna sér upplýsinga á opinberum vefsíðum eins og VisitAusturland.is þegar þeir eru komnir til landsins og 45% ferðamanna leita sér innblásturs á Visit vefsíðum fyrir heimsóknir til áfangastaða. Það er því mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera sýnileg á þessum vefum og með réttar upplýsingar skráðar. Efni vefsins er uppfært reglulega og þar birtast m.a. mánaðarleg blogg sem skrifuð eru út frá ákveðnum þemum er hvetja gesti landshlutans til að dvelja sem lengst og njóta þjónustu og upplifana sem eru í boði hverju sinni. Þar er einnig að finna upplýsingar um ferðaleiðir í landshlutanum og almennar leiðbeiningar um hvað beri að hafa í huga þegar ferðast er til Íslands á mismunandi tímum árs. Á árinu 2024 verður lokið við að flytja ferðavefi allra sveitarfélaga landshlutans undir VisitAusturland.is. Visit Austurland er virkt á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram þar sem efni er sérstaklega beint að þeim markhópum sem við sækjumst eftir.

 

Nánari upplýsingar


Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

470 3871 // [email protected]


Sigfinnur Björnsson

470 3812 // [email protected]

Urður Gunnarsdóttir

Urður Gunnarsdóttir

864 9974 // [email protected]