Skaftell
Starfsemi Skaftfells er helguð samtímamyndlist á alþjóðavísu og þjónar sem tengiliður á milli leikinna og lærðra. Í Skaftfelli er öflugt sýningahald og viðburðadagskrá, gestavinnustofur fyrir alþjóðlega listamenn og fjölþætt fræðslustarf.
Heimasíða SkaftfellsMenningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs var stofnuð árið 2005 og er hlutverk hennar að ýta undir skapandi starfsemi, hvetja til þátttöku almennings og efla lista- og menningarstarf á Austurlandi. Menningarmiðstöðin er lykilstofnun við framkvæmd menningarstefnu sveitarfélagsins og leggur sérstaka áherslu á sviðslistir.
Heimasíða MMFTónlistarmiðstöð Austurlands
Tónlistarmiðstöð Austurlands stendur fyrir tónleikahaldi um allt Austurland og stuðlar að eflingu tónlistarlífs í gegnum viðburði, samtarfsverkefni og fræðsluverkefni.
FB síða tónlistarmiðstöðvarSamstarf menningarmiðstöðva
Samkvæmt samningi SSA og ríkisins í gegnum sóknaráætlun landshlutans kemur fjármagn til miðstöðvanna að jöfnu við framlag sveitarfélaganna. Austurbrú hefur það hlutverk að vera leiðandi í samstarfi miðstöðvanna og standa fyrir reglulegum fundum með þeim. Síðustu tvö árin hefur samstarfið farið að miklu leiti til eflingar barnamenningar enda miðstöðvarnar í fararbroddi þeirrar vinnu sem verið hefur í uppbyggingu BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi.