Austurbrú
  • Þekking
    • Námskeið
    • Námsleiðir
    • Rannsóknir
    • Íslenska fyrir útlendinga
    • Fullorðinsfræðsla fatlaðra
  • Þróun
    • Atvinnu- og samfélagsþróun
    • Uppbygging á Seyðisfirði (IS/EN)
    • Líf og heilsa
    • Áfangastaðurinn Austurland
    • Fjármögnun og styrkir
    • Uppbyggingarsjóður Austurlands
    • Markaðssetning
    • Menning
  • Þjónusta
    • Ráðgjöf
    • Náms- og starfsráðgjöf
    • Raunfærnimat
    • Háskólanemendur
    • Fræðsluráðgjöf til atvinnulífsins
    • Samstarfssamningar
    • Fjármögnun og styrkir
  • Austurbrú
    • Starfsfólk
    • Stjórn og skipulag
    • Störf í boði
    • Fyrir fjölmiðla
    • Fundagátt
    • Gagnasafn
    • English
  • SSA
    • Sóknaráætlun Austurlands
    • Sveitarfélög á Austurlandi
    • Starfsfólk og stjórn SSA
    • Fundagátt

Menningarlæsi og sköpun ýtir undir frumkvæði og gagnrýna hugsun

Menningarstarf á Austurlandi

Starfsmenn Austurbrúar sinna mismunandi verkefnum á sviði menningar í landshlutanum og út fyrir hann. Talsverður þáttur í þeirri vinnu er ýmis konar samstarf við sveitarfélög, menningarstofnanir og landshlutasamtök. Þá er ráðgjöf og hvatning til starfandi listamanna í landshlutanum hluti af starfinu og listamenn víða að leita til Austurbrúar til að mynda tengsl á Austurlandi. Hjá Austurbrú er menningin hluti af áfangastaðauppbyggingu Austurlands auk þess sem starfsmenn í menningarmálum koma að uppbyggingu matarmenningar í landshlutanum.

Frá Sjóminjasafni Austurlands á Eskifirði.

Efling jaðarsvæða

Eitt af áhersluverkefnum í menningarmálum Sóknaráætlunar Austurlands er efling menningar í jaðarbyggðum Austurlands, Djúpavogi og Vopnafirði. Sveitarfélögin leggja jafnmikið fjármagn á móti og er það fyrst og fremst ætlað, líkt og hjá menningarmiðstöðvunum, til nýsköpunar og þróunarvinnu á sviði lista, menningar og menningarlæsis.

Verk Sigurðar Guðmundssonar, Eggin í Gleðivík á Djúpavogi.

Samstarf um menningu

Hjá Austurbrú er menningin hluti af áfangastaðauppbyggingu Austurlands auk þess sem starfsmenn í menningarmálum koma að uppbyggingu matarmenningar í landshlutanum. Samstarf menningarmiðstöðvanna þriggja er leitt af Austurbrú auk samstarfs við verkefni eins og List fyrir alla og margra annara verkefna í lengri eða styttri tíma.

Frá MatAttack í Neskaupstað 2018.

BRAS

Stóra verkefni Austurbrúar í menningarmálum síðustu tvö ár er uppbygging BRAS menningarhátíðar barna og ungmenna á Austurlandi. Þá er unnið að því að efla Daga myrkurs sem fara fram árlega í byrjun nóvember. Bæði þessi verkefni kalla á öflun fjármagns í gegnum sjóði, sveitarfélög og fyrirtæki og er sú vinna á höndum Austurbrúar, auk verkefnastjórnar og allrar umsýslu þótt að samstarfsaðilarnir séu margir og stefnumörkun sé í höndum stýrihópa verkefnanna.

Bras.is
Frá Hápunkti BRAS 2019.

Dagar myrkurs

Dagar myrkurs eru sameiginleg hátíð alls samfélagsins á Austurlandi sem hefur það að markmiði að hvetja til samveru íbúa. Hátíðin hefur sterka tengingu við íslenska og keltneska siði frá fornri tíð og er haldin í kringum mánaðarmótin október/nóvember.

Dagar myrkurs á Facebook
Sigurmynd Guðnýjar Láru Guðrúnardóttur í ljósmyndasamkeppninni „Manneskjan í myrkrinu" sem fram fór á Dögum myrkurs.

Miðstöð menningarfræða

Seyðisfjarðarkaupstaður og Austurbrú hafa gert með sér samning um eflingu menningar á Seyðisfirði. Helstu verkefni hingað til hafa verið nýr vefur fyrir ferðamenn, tónleikaröð Bláu kirkjunnar, endurútgáfa Húsasögu Seyðisfjarðar og samstarf með Tækniminjasafninu.

Tónleikaröð Bláu kirkjunnar er mikilvæg í menningarlífi Seyðfirðinga.
  • facebook
Austurbrú
Austurbrú ses.
Tjarnarbraut 39a,
700 Egilsstaðir, Ísland

kt. 640512-0160

[email protected]

  • Persónuverndarstefna
  • Starfsstöðvar
  • kt. 640512-0160
  • 470 3800
  • [email protected]
Austurbru.is notar vefkökur til að auðvelda þér að vafra um vefinn. Sjá notendaskilmála Austurbrúar.