Í nýjasta þætti hlaðvarpsins okkar – Austurland hlaðvarp – er sagt frá námsferð sem nokkrir starfsmenn Austurbrúar fóru í til Svíþjóðar dagana fimmta til áttunda september sl. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér náms- og starfsráðgjöf fyrir innflytjendur. Í þættinum er sagt frá ferðinni, tilurð hennar og tilgangi. Rætt er við sænska náms- og starfsráðgjafann Daniel Hailemariam, íslenskukennarann Berglindi Einarsdóttur og ráðgjafana Þorbjörgu Ólöfu Jónsdóttur og Hrönn Grímsdóttur. Þær þrjár síðarnefndu starfa allar hjá Austurbrú. Umsjón með þættinum hefur Jón Knútur Ásmundsson.
HlustaFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn