Á þessu námskeiði eru skoðaðar leiðir og inngrip úr jákvæðri sálfræði sem styðja við seiglu, sjálfsvernd og vellíðan í umönnunarstörfum. Rýnt er í það sem er hjálplegt og nærandi í starfinu, hvernig má rækta jákvæðar tilfinningar og merkingu og hvernig hægt er að setja heilbrigð mörk án þess að draga úr samkennd eða fagmennsku. 

Efnisþættir:

  • Seigla
  • Styrkleikar í umönnunarstörfum
  • Sjálfsumhyggja og hamingja
  • Merking og tilgangur
  • Jákvæðar tilfinningar og hjálplegar hugsanir
  • Að blómstra í krefjandi starfsumhverfi

Lengd námskeiðs: 8 klukkustundir

Tíma- og staðsetning:

  • Fimmtudagur 12. mars kl. 17:00-19:00 // Netið
  • Fimmtudagur 19. mars kl. 17:00-19:00 // Netið
  • Fimmtudagur 26. mars kl. 10:00-14:00 // Giljasalur, Egilsstaðir

Kennari: Hrefna Guðmundsdóttir, MA í vinnu- og félagssálfræði og markþjálfi

Fyrir hverja? Sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og starfsfólk í aðhlynningu.

Skráningarfrestur: 27. febrúar

Ath! Takmarkaður sætafjöldi, svo skráið ykkur sem fyrst. 

Námskeið

Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!

Skoða námskeið