Austurland er rafrænt námskeið sem hentar öllum sem taka á móti ferðamönnum á Austurlandi. Fjallað er um einkenni samfélags og náttúru og sagt frá helstu áningastöðum, menningarhátíðum og möguleikum til afþreyingar.
Námskeiðið sem hentar öllum sem taka á móti ferðamönnum á Austurlandi, t.d. á gisti- og veitingastöðum, sundlaugum, verslunum og sjoppum. Það hentar nýliðum sérstaklega vel en getur líka eflt reyndara starfsfólk í starfi. Þetta er afar gagnlegt námskeið fyrir þá sem þurfa að skerpa á þekkingu sinni á landshlutanum. Markmiðið er að veita nemendum inngang að því helsta sem Austurland getur boðið ferðamönnum. Fjallað er um einkenni samfélags og náttúru og sagt frá helstu áningastöðum, menningarhátíðum og möguleikum til afþreyingar.
The Course „Austurland“ is also available in English.
Rafrænu námskeið Austurbrúar eru gjaldfrjáls. Eftir skráningu fá þátttakendur sendan hlekk á námskeiðið sem er virkur í 30 daga.