Vinnur þú við umönnun og vilt efla þig í leik og starfi? Námið er sniðið að þörfum fólks sem starfar við umönnun fólks með fötlun, aldraðra, sjúkra eða við heimaþjónustu. Námið er einingabært og við lok náms fá nemendur aðstoð til að ljúka félagsliðabraut og útskrifast þannig sem félagsliðar.

Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum sem þurfa aðstoð eða sérhæfða þjónustu við athafnir daglegs lífs. Nemendur takast á við verkefni samkvæmt verklýsingu og fyrirmælum.

Forkröfur: Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi a.m.k. þriggja ára starfsreynslu og séu orðnir 23 ára.  Þátttakendur ljúka raunfærnimati í félagsliða fyrir upphaf náms.

Námsfyrirkomulag: Námið hentar vel fólki í vinnu þar sem um fjarnám er að ræða.

Námsþættir: Kenndir verða þeir námsþættir sem ekki eru í raunfærnimati í félagsliðanum.

Haustönn 2023

Vorönn 2024

Ath! Mögulegt er að skrá sig í staka námsþætti á vorönn.

Námsmat: Byggt á verkefnaskilum og virkni í hverjum námsþætti fyrir sig.

Skipulag náms: Námið hefst á staðlotu laugardaginn 26. ágúst þar sem farið verður yfir námstækni og tölvufærni. Námið er skipulagt sem fjarnám þar sem hver námsþáttur er kenndur í 5 vikur. Einn námsþáttur er kenndur í einu. Notast verður við kennslukerfið LearnCove þar sem nemendur nálgast öll kennslugögn og skila inn verkefnum.  Leiðbeinendur geta óskað eftir mætingu í umræðutíma á netinu ef ástæða þykir til.

Kennslutímabil: 26. ágúst 2023 til 31. maí 2024.

Inntökuskilyrði: Til að skrá sig í námið þarf einstaklingur að vera 23 ára og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu á sviði umönnunar fólks með fötlun, barna, sjúkra og aldraða. Námið er sniðið að þeim sem hafa lokið raunfærnimati í félagsliðanámi. Þeir sem ekki hafa lokið raunfærnimati geta skráð sig í það um leið og sótt er um námið.

Markhópur: Þeir einstaklingar sem ekki hafa lokið stúdent- og/eða iðnprófi.

Verð:

1 námsþáttur = 25.000 kr.
2 námsþættir = 45.000 kr.
3 námsþættir = 60.000 kr.
4 námsþættir = 75.000 kr.

Þátttakendum er bent á að sækja um styrk vegna skólagjalda til sinna stéttarfélaga. Hægt er að óska eftir greiðsludreifingu.

Síðasti skráningardagur: Mögulegt er að skrá sig í námsþætti áður en þeir hefjast.

Ath! Einungis verður farið af stað með námsleiðina ef lágmarksfjölda þátttakenda í markhópi er náð.

Frekari upplýsingar


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]