Námskeið fyrir starfsfólk í mötuneytum og eldhúsum skóla

Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa sem kemur að meðhöndlun matvæla, þar sem áhersla er lögð á hagnýt ráð og aukinn skilning á örverufræði og réttri meðhöndlun matvæla. Í heimi þar sem matarsjúkdómum fer fjölgandi þarf allt starfsfólk að leggjast á eitt um að gera hlutina rétt, einkum þegar matvæli eru meðhöndluð fyrir viðkvæma hópa (t.d. einstaklinga með veikt ónæmiskerfi, aldraða og börn). Áhersla er lögð á að eftir námskeiðið eigi þátttakendur að vera betur meðvitaðir um helstu hættur við meðferð matvæla og hvernig eigi að fyrirbyggja þær.

Efni námskeiðs:

  • Meðhöndlun matvæla. Hverjar eru hætturnar? Hvernig fyrirbyggjum við krossmengun?
  • Bakteríur og sjúkdómsvaldandi örverur. Hegðun og útbreiðsla. Matarsýkingar/matareitranir.
  • Matarsóun. Hvernig endurnýtum við matvæli? Öryggi við endurnýtingu matvæla.
  • Persónulegt hreinlæti. Handþvottur. Rétt notkun á hönskum.
  • Þrif og hreinlæti. Erum við að þrífa rétt og á réttum stöðum?
  • Verkefnavinna.

Lengd námskeiðs: 2,5 klst.
Leiðbeinandi: Gunnhildur Ósk Guðmundsdóttir frá Sýni
Staðsetning: Námskeiðið fer fram á Zoom og fá þátttakendur sendan hlekk fyrir námskeiðið.
Verð: 45.000 kr.
Dagsetning: 7. apríl
Tímasetning: kl. 13:30-16:00
Síðasti skráningardagur: 30. mars

Námskeiðið verður aðeins kennt ef lágmarksþátttöku er náð.

Námskeið

Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!

Skoða námskeið