Góð samskipti skipta sköpum í umönnun sjúklinga og í samskiptum við aðstandendur. Á þessu námskeiði er lögð áhersla á færni sem styrkir dagleg samskipti og stuðlar að betra trausti og vellíðan hjá sjúklingum og fjölskyldum þeirra.

Á námskeiðinu verður farið í grundvallaratriði samtalsfærni, svo sem:

  • Virka hlustun – hvernig við sýnum raunverulegan áhuga og skilning.
  • Spurningatækni – hvernig spyrja á góðra spurninga til að fá betri svör.
  • Samkennd og speglun – hvernig við tjáum skilning og hlýju í samskiptum.
  • Líkamstjáning og raddblær – hvernig við styðjum orð okkar með látbragði og tóni.
  • Erfið samtöl – hvernig bregðast má við tilfinningaþrungnum aðstæðum á uppbyggilegan hátt.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:

  • Tileinki sér betri samtalstækni og virka hlustun.
  • Verði öruggari í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur.
  • Læri að bregðast við erfiðum aðstæðum með samkennd og fagmennsku.
  • Þrói hæfni til að veita skjólstæðingum og aðstandendum stuðning á áhrifaríkan hátt.

Námskeiðið er hagnýtt og byggir á dæmum úr raunverulegum aðstæðum sjúkraliða og aðstandenda, með æfingum sem styrkja sjálfstraust og færni í samskiptum. Efni námskeiðsins er skipt á tvo kennsludaga.

Lengd námskeiðs: 3 klukkustundir 

Dagsetning og tími: Miðvikudagur 2. apríl og föstudagur 4. apríl kl. 13:30-15:00 

Kennari: Ingrid Kuhlman 

Staðsetning: Teams/Zoom. Þátttakendur fá senda hlekk eftir skráningu. 

Fyrir hverja? Sjúkraliða og starfsfólk í aðhlynningu
Ath! Námskeiðið er eingöngu fyrir starfsfólk HSA 

Síðasti skráningardagur: 28. mars