Næsta námskeið:Tilkynnt síðar
Námskeiðið snýr að því að viðhalda þekkingu á mati og viðbrögðum við sjálfsvígshættu sem og að koma á stöðluðum vinnubrögðum og skráningu í samræmi við aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga á Íslandi sem samþykkt var árið 2018. Starfsfólk heilsugæslu er í lykilhlutverki til að koma auga á sjálfsvígshættu enda er talið að heimilislæknar landsins hitti um 80% landsmanna ár hvert. Með námskeiðinu fær fagfólk tækifæri til að efla sig í starfi og ætla má að það opni enn frekar umræður á vinnustað um krefjandi málefni sem og verkferla og auki þannig öryggi í starfi.
Fyrirkomulag: Rafræn fræðsla send út 8. apríl. Umræðufundur um efnið verður 15. apríl í Giljasal kl. 14-15.30 eða á netinu 20. apríl kl. 14.-15.30. Það þarf að skrá sig á annan hvorn fundinn. Samtals 5 og hálfur tími. Fræðslan fer fram rafrænt þannig að fyrst er horft á upptöku u.þ.b. 3 klst. (þegar hentar hverjum og einum).
Innihald hennar er:
Upptakan inniheldur svokallaðar „hugleiðingar“ sem þátttakendur svara hver hjá sér og eru svörin svo rædd síðar í umræðuhópum.
Þátttakendur hafa u.þ.b. vikutíma til að horfa á upptöku þegar þeim hentar. Eftir það er þátttaka í 90 mín fyrirfram bókuðum umræðu- og æfingarhópum.
Fyrir hverja? Hjúkrunarfræðinga, lækna, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa og sjúkraliða.
Kennari: Sigurlín Hrund Kjartansdóttir yfirsálfræðingur hjá HSA.
Skráningarfrestur: 7. apríl
Skráning: Á netfangið [email protected]
Frekari upplýsingar: Magnfríður Ólöf Pétursdóttir, rekstrarstjóri Egilsstöðum og Vopnafirði ([email protected])
Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!
Skoða námskeið