Upplýsingatækni // F-TÖUP2RT

Viðfangsefni: Ritvinnsla, kynningarforrit, miðlar og töflureiknir.

Námslýsing: Tilgangurinn er að efla hæfni námsmanna í tölvu- og upplýsingatækni. Áhersla er að þjálfa nema í notkun ýmissa gagnlegra forrita sem nýtast í námi og starfi. Lagt er upp úr kynningu og notkun á opnum (gjaldfrjálsum) hugbúnaði.

Leiðbeinandi: Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, verkefnastjóri

Námsfyrirkomulag: Námsþátturinn er kenndur með fjarnámsfyrirkomulagi þar sem í boði eru kennsludagar og stoðtímar. Ekki er skyldumæting. Nánara skipulag birtist síðar. Kennslutímabil 26. febrúar til 18. apríl. Kennsla og stoðtímar fara fram ýmist á Egilsstöðum eða Reyðarfirði, fer eftir staðsetningu nemenda

26. febrúar kl. 9:00-16:00
07. mars kl. 18:00-21:00 – stoðtími
12. mars kl. 9:00-16:00
21. mars kl. 18:00-21:00 – stoðtími
01. apríl kl. 9:00-16:00 + tími í hádegishlé
11. apríl kl. 18:00-21:00 – stoðtími
18. apríl kl. 18:00-21:00 – stoðtími

Síðasti skráningardagur: 10. febrúar 2023.

Fyrir hverja: Námið getur nýst mörgum, t.d. þeim sem farið hafa í raunfærnimat og vantar almennar bóklegar greinar, þeim sem stefna á stúdentspróf eða undirbúningsdeildir háskóla. Einnig hentar upplýsingatækni þeim vel sem vilja m.a. efla færni sína í ritvinnslu, töflureikni og ókeypis hugbúnaði.

Námsþátturinn verður aðeins kenndur ef næg þátttaka næst.