Náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjafi er með aðsetur í Neskaupstað en kemur reglulega á aðrar starfsstöðvar Austurbrúar eftir þörfum. Hjá ráðgjafanum getur þú m.a.
- Fengið upplýsingar um nám og störf
- Fengið þjónustu vegna raunfærnimats
- Fengið upplýsingar um mögulegar námsleiðir og styrki
- Fengið aðstoð við gerð ferilskrár (CV)
- Tekið áhugasviðskönnun
- Fengið aðstoð við að setja þér markmið, m.a. hvað varðar nám, starf, líðan eða lífssíl
- Fengið ráðgjöf um persónuleg málefni
Náms- starfsráðgjafi vinnur samkvæmt siðareglum félags náms- og starfsráðgjafa, er bundinn trúnaði um málefni þín og aðstoðar þig án endurgjalds.
NánarRaunfærnimat
Hefurðu unnið lengi í fagi sem þú hefur ekki menntað þig í? Ef svo er gæti raunfærnimat verið eitthvað fyrir þig. Tilgangur þess er að viðurkenna þá færni sem einstaklingurinn býr yfir þannig að hann þurfi ekki að sækja nám í því sem hann kann.
NánarHagnýtur vefur
Á vefsíðunni Næsta skref sem rekinn er af Menntamálastofnun, má finna t.d. finna upplýsingar um raunfærnimat, nám, störf og námsleiðir símenntunarstöðvanna.