Nýverið hélt NATALIE verkefnið vinnustofu á Reyðarfirði þar sem þátttakendur unnu saman að framtíðarsýn til ársins 2050 um bætt vatnsgæði, lífríki vatna og strandsvæða. Á vinnustofunni var jafnframt horft til áhættu á þörungablóma á Austurlandi, mótuð skýr markmið um næstu skref og greindir ábyrgðaraðilar við innleiðingu náttúrumiðaðra lausna (NBS). Þá var rætt um æskilega þróun, helstu hindranir og tækifæri til að efla NBS á svæðinu.
NATALIE verkefnið snýst um að styðja samfélög við aðlögun að loftslagsbreytingum með náttúrumiðuðum lausnum (NBS, e. Nature-based solutions). Á Íslandi er verkefnið unnið í samstarfi við sveitarfélög, stofnanir og atvinnulíf á Austurlandi en í heildina eru 43 samstarfsaðilar í 13 löndum.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn