Víðtæk rannsókn

Á ráðstefnunni var farið yfir fyrstu niðurstöður úr könnuninni en hún var unnin í mars samstarfi við Byggðastofnun, Vegagerðina og landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og vestra, Vesturlandi, Vestfjörðum, Suðurlandi og Austurlandi.

Samkvæmt gögnum frá Vegagerðinni voru heildarflugfarþegar með Loftbrú árið 2021 um 57 þúsund farþegar. Íbúafjöldi í póstnúmerum sem áttu rétt á Loftbrú voru alls 61.458 manns; ​31.661 karlar og 29.797 konur. Loftbrú var oftast notuð með flugfélaginu Icelandair og voru konur duglegri að nýta sér Loftbrú hjá öllum flugfélögunum (Icelandair, Flugfélagið Ernir og Norlandair). Börn yngri en 18 ára voru stærsti hópurinn sem nýtir sér Loftbrú eða um 10.252 flugfarþegar, samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar. Fæstir eru í aldurshópnum 86-95 ára eða um 228 flugfarþegar.

Niðurstöður könnunar

Um 76% svarenda höfðu nýtt sér Loftbrú árið 2021.

Flestir svarenda sem nýttu sér Loftbrú voru frá Austurlandi eða um 44%. Um 30% voru af Norðurlandi eystra og 20% af Vestfjörðum.

Aðeins 2% af Norðurlandi vestra nýttu sér Loftbrú árið 2021 og aðeins 5% af Suðurlandi. Enginn svaraði könnuninni frá Vesturlandi.

Þeir sem nýttu ferðina vegna náms voru oftast að fara í staðlotur eða lengri námskeið eða um 80%. Það voru fleiri karlar á leið í staðlotur eða lengri námskeið heldur en konur á meðan konur voru oftar en karlar að fara í dagsferð vegna náms.

Þeir sem nýttu ferðina vegna heilbrigðisþjónustuna voru um 77% sem sögðu vegna þess að þjónustan væri ekki í boði í þeirra heimabyggð.

Fleiri konur en karlar gera sér ferð til höfuðborgarinnar til að nýta sér heilbrigðisþjónustu sem er ekki í boði í heimabyggð.

Loftbrú

Loftbrú súlurit 3

Um 35% höfðu nýtt alla 6 flugleggina árið 2021. Flestir svarenda bókuðu ferð með Icelandair eða um 86%, um 10% hjá Flugfélaginu Erni og 5% með Norlandair.

Meirihlutanum gekk vel að bóka en um 20% lentu í vandræðum.

Af þeim sem lentu í vandræðum voru 49% sem létu flugfélagið sem það bókaði hjá vita og 8% lét Vegagerðina vita. Um 43% létu ekki vita af vandræðum í bókunarferlinu.

Flestir sem svöruðu könnuninni voru á aldrinum 36-55 ára eða 48% svarenda. Konur voru í meirihluta af svarendum eða um 68%. Flestir voru með íslenskt ríkisfang, aðeins 3% var með erlent ríkisfang. Menntun svarendar var dreifð en flestir sérfræðingar með háskólapróf eða 33%. Næst á eftir komu þjónustu-, umönnunar-, sölu- og afgreiðslufólk (14%).

Á næstu mánuðum mun Austurbrú birta fleiri niðurstöður úr könnuninni.

Nánari upplýsingar


Erna Rakel Baldvinsdóttir

845 2185 // [email protected]