Hlutverk Nínu felst meðal annars í að fylgja eftir innleiðingu farsældarlaganna, styðja sveitarfélög, stofnanir og þjónustuaðila við börn, og koma á svæðisbundnu samráði. Einnig mun hún starfa með hópi sem hefur unnið að öruggara Austurlandi, þar sem öryggi er skoðað út frá fjölbreyttum sjónarhornum.

„Helsta verkefnið mitt er að koma á farsældarráði fyrir Austurland, þar sem fulltrúar þjónustuveitenda, sérfræðingar og notendur munu vinna saman að áætlunum um forgangsröðun aðgerða til fjögurra ára,“ segir Nína Hrönn. „Markmiðið er að samræma verklag og gera lögin sýnilegri og aðgengilegri fyrir fagfólk, foreldra og börn.“