Kolefnishlutleysi í flugi kappsmál

Flug er mikilvægur innviður strjábýlla svæða og fyrir Ísland sem eyland í miðju Atlantshafi. Kappsmál er að þróa lausnir og vinna að kolefnishlutleysi í flugi, í takt við þróun í öðrum flutnings- og samgöngumátum, með það að markmiði að sporna gegn hnattrænni hlýnun og skaðlegum áhrifum kolefnisútblásturs. Deilt er um hvernig eigi að ná því markmiði en þó eru flestir sammála um það að í framtíðinni verði rafmagnsknúnar flugvélar nýttar í styttri flugleggjum, t.a.m. í innanlandsflugi en einhvers konar rafeldsneytisknúnar þotur nýttar til lengri flugleggja.

Mikill áhugi á grænvæðingu

Frumniðurstöður gefa til kynna að mikill áhugi sé á grænvæðingu flugsamgangna, sem og áhugi á orkuskiptum í öðrum samgöngu- og flutningsmátum á landi og sjó. Fjöldi verkefna er í gangi varðandi orkuskipti í flugi og allir viðmælendur verkefnisins vitnuðu í virk innanhúss- og/eða samstarfsverkefni sem hafa bein tengsl við málefnið. Þá lýstu viðmælendur því að greiða þurfi úr ýmsum málum þegar kemur að aukinni raforkuframleiðslu. Pólitísk umræða um uppbyggingu orkuinnviða sé bæði viðkvæm og flókin enda miklir hagsmunir í húfi. Viðmælendur voru sammála um að fyrst og fremst þurfi að tryggja að innlend framleiðsla sé hagkvæm og verð á henni samkeppnishæft.

Niðurstöður

Frumniðurstöður verkefnisins voru kynntar á málþingi í Kaupmannahöfn vorið 2023.

Lesa má um niðurstöðurnar í lokaskýrslu verkefnisins hér að neðan.

Skoða skýrslu

Verkefnisstjórn


Gabríel Arnarsson

857 0804 // [email protected]


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

857 0801 // [email protected]