Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.
Sjóðurinn er nýr og varð til við sameiningu AVS rannsóknarsjóðsins í sjávarútvegi og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Ríkið lagði hálfan milljarð í stofnun sjóðsins en þar að auki verður fé úr gömlu sjóðunum úthlutað, svo samtals eru um 800 milljónir til ráðstöfunar.
Nánari upplýsingar á matvaelasjodur.is.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn