Dagana 8.–11. apríl standa Byggðastofnun og landshlutasamtökin fyrir opnum rafrænum fundum um atvinnuþróun og þá stuðningsmöguleika sem í boði eru vegna atvinnurekstrar og verkefna á landsbyggðinni.
Fundur fyrir Austurland fer fram miðvikudaginn 9. apríl kl. 14:00 á Teams. Þar verður farið yfir lánamöguleika Byggðastofnunar, styrki úr Byggðaáætlun og önnur úrræði sem ætlað er að styðja við atvinnulíf og byggðaþróun.
Að fundi loknum gefst þátttakendum kostur á að bóka einkafundi með atvinnuráðgjafa eða lánasérfræðingi Byggðastofnunar til að ræða hugmyndir, verkefni og tækifæri í nánara samtali.
Fundurinn er opinn öllum áhugasömum – frumkvöðlum, rekstraraðilum, fulltrúum sveitarfélaga og öðrum sem vilja kynna sér stuðningsmöguleika og styrkja starfsemi í heimabyggð.
Viðburður á FacebookFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn