Samráðshópurinn kom saman í annað sinn sl. mánudag á Reyðarfirði. Greint var frá árangri samstarfsins hingað til, veitt innsýn í nýjar áherslur í tengslum við innleiðingu farsældarlaganna og skapaður vettvangur til umræðna um áherslur komandi árs.

Erindi um farsæld voru flutt af sérfræðingum hjá ráðuneytum og sveitarfélögum, lögreglunni, skólaþjónustu og íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Fulltrúi Austurbrúar sem situr í stýrihópi verkefnisins segir samráðið ganga vel og áframhald verði á þessari mikilvægu vinnu.

Að Öruggara Austurlandi standa Lögreglustjórinn á Austurlandi, sýslumaðurinn á Austurlandi, sveitarfélögin á Austurlandi, Austurbrú, Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Austurlandsprófastsdæmið, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Verkmenntaskóli Austurlands, Ungmenna- og íþróttasamband Austulands og fleiri.

Verkefnisstjórn


Ásdís Helga Bjarnadóttir

470 3810 // [email protected]

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn