Rannsókna- og greiningateymi Austurbrúar vinnur verkefni sem skipta má í fimm flokka eftir því hvaðan fjármagnið kemur sem liggur að baki:
• Rannsókna- og þróunarverkefni sem unnin eru að frumkvæði Austurbrúar og hluti af samningi við HVIN-ráðuneyti.
• Styrkt verkefni fjármögnuð af samkeppnissjóðum og/eða öðrum sjóðum. Oftast er Austurbrú samstarfsaðili í slíkum verkefnum en einstaka sinnum aðalumsækjandi. Hér má nefna Horizon 2020 verkefni, verkefni úr Byggðaáætlun, Nora, NPA og Alcoa Foundation.
• Sérverkefni sem eru hluti af verkefnum annarra málaflokka s.s. ýmis verkefni úr Byggðaáætlun, þjónustu og frammistöðukannanir, starfsánægju og þjónustukannanir, vinnustofur og samantektir. Einnig þátttaka í samstarfsverkefnum eins og t.d. íbúa- og fyrirtækjakönnunum landshlutanna.
• Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar sem er vöktunarverkefni fyrirtækjanna varðandi samfélag, efnahag og umhverfi á Austurlandi.
• Farsældarverkefni sem hófst árið 2025 og er tveggja ára átaksverkefni sem hefur þann tilgang að koma á farsældarráði Austurlands. Unnið verður sérstaklega að farsæld barna og öryggismálum í stóru samhengi.
Yfirverkefnastjóri rannsókna- og samfélagsþróunar

Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir
Teymi rannsókna og samfélagsþróunar

Gabríel Arnarsson

Arnar Úlfarsson

Urður Gunnarsdóttir

Nína Hrönn Gunnarsdóttir

Erna Rakel Baldvinsdóttir

Lilja Sif Magnúsdóttir