Hvað er raunfærnimat?
Markmið
Hvað er raunfærnimat?
Nám fer ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við alls konar aðstæður og í alls konar samhengi. Raunfærni er því samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum, fjölskyldulífi og annarri reynslu. Raunfærnimat er úttekt og viðurkenning á raunfærni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar færninnar hefur verið aflað.
Raunfærnimat í boðiMarkmið
Markmið raunfærnimats er að meta með skipulögðum hætti hið óformlega nám til eininga og staðfesta hæfni einstaklingsins. Að ljúka raunfærnimati gerir þér þannig kleift að hefja nám þar sem þú ert staddur/stödd í þekkingu og færni. Reynslan hefur sýnt að þetta ferli getur aukið sjálfstraust og styrkt stöðu fólks á vinnumarkaði.
Ferlið
Fyrir hvern
Ferlið
Raunfærnimatið fer fram í starfsstöðvum Austurbrúar sem dreifðar eru um allan landshlutann.
Ferlið er einfalt:
- Kynning og viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa
- Færnimappa og sjálfsmat
- Matsviðtal
- Eftirfylgni – viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa
Fyrir hvern
Ef svarið við eftirfarandi spurningum er já áttu erindi í raunfærnimat:
- Ertu orðin/n 23 ára?
- Hefur þú unnið við fagið í þrjú ár eða lengur?
- Ertu með stutta formlega skólagöngu?
- Viltu bæta við menntun þína?
- Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði?
Verð
Raunfærnimat kostar ekkert fyrir þau sem ekki hafa lokið formlegri menntun á þriðja hæfniþrepi, svo sem stúdentsprófi eða iðnprófi. Einnig er raunfærnimat gjaldfrjálst fyrir fólk af erlendum uppruna sem lokið hefur námi annars staðar en á Íslandi.
Kostnaður í raunfærnimati
Hér má sjá upplýsingar um verð á raunfærnimati hjá Iðunni fyrir þau sem hafa lokið formlegu námi. Varðandi upplýsingar um verð í öðrum námsgreinum biðjum við ykkur að hafa samband.
Nánari upplýsingar

Hrönn Grímsdóttir