Raunfærnimat í boði
Félagsliði – Til mats af námsbraut félagsliða eru 15 áfangar/85 einingar. Félagsliðabraut er 200 eininga nám með námslok á þriðja hæfniþrepi.
Stuðningsfulltrúi – Til mats af námsbraut stuðningsfulltrúa eru 14 áfangar/80 einingar. Stuðningsfulltrúi er 120 eininga nám með námslok á öðru hæfniþrepi.
Leikskólaliði – Til mats af námsbraut leikskólaliða eru 14 áfangar/80 einingar. Leikskólaliði er 120 eininga nám með námslok á öðru hæfniþrepi.
Fisktækni –Til mats af námsbraut í fisktækni eru 12 áfangar/94 einingar. Fisktæknibraut er 120 eininga nám með námslok á öðru hæfniþrepi.
Sjúkraliði – Til mats af sjúkraliðabraut eru 15 áfangar/104 einingar. Sjúkraliðabraut er 206 eininga nám með námslok á þriðja hæfniþrepi.
Iðngreinar – Austurbrú er í samstarfi við Iðuna um raunfærnimat í öllum iðngreinum nema rafiðngreinum þar sem Rafmennt sér um framkvæmd raunfærnimats.
Almenn starfshæfni – Í raunfærnimati í almennri starfshæfni eru 11 hæfniþættir metnir sem taldir eru mynda almenna starfshæfni. Þetta raunfærnimat er ekki á móti einingum heldur ætlað þeim sem vilja kynna sér betur þá hæfniþætti sem vinnumarkaðurinn leggur áherslu á og meta hvar þeir sjálfir standa. Austurbrú framkvæmir raunfærnimat í almennri starfshæfni fyrir Starfsendurhæfingu Austurlands.
Raunfærnimat á móti námskrám – Austurbrú hefur framkvæmt raunfærnimat á móti starfi í sundlaugum og íþróttamannvirkjum með starfsfólki Múlaþings og Fjarðabyggðar.
Nánari upplýsingar

Hrönn Grímsdóttir