Uppbyggingarsjóður Austurlands
Hlutverk og tilgangur Uppbyggingarsjóðs Austurlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Austurlandi í samræmi við samning um sóknaráætlun landshlutans.
NánarSamfélagssjóður Fljótsdals
Markmið og tilgangur sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar og menningar sem stuðli að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdal á Héraði nánar tiltekið á því landsvæði sem er innan núverandi sveitarfélagsmarka Fljótsdalshrepps. Umsóknafrestur að jafnaði einn og auglýstur á fyrsta fjórðungi ársins.
NánarHvatasjóður á Seyðisfirði
Hvatasjóði er ætlað að stuðla að atvinnuuppbyggingu með því að virkja frumkvæði íbúa og annarra sem tengjast Seyðisfirði og koma til móts við þá atvinnurekendur og einstaklinga í atvinnurekstri sem urðu fyrir tjóni vegna hamfaranna í desember 2020. Opið var fyrir umsóknir í hvatasjóðinn frá 30. mars til 14. apríl 2021 og veittir voru styrkir til atvinnu- og nýskapandi verkefna.
Uppbygging á SeyðisfirðiStyrkir hjá Fjarðabyggð
Fjarðabyggð veitir styrki til íþróttamála og menningarmála. Íþrótta- og tómstundanefnd sveitarfélagsins og menningar- og nýsköpunarnefnd úthluta styrkjum á grundvelli úthlutunarreglna sem samþykktar eru af bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Styrkúthlutanir eru auglýstar á vef Fjarðabyggðar ásamt fresti til umsóknar.
NánarMenningarsjóður Gunnarsstofnunar
Tilgangur sjóðsins er annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar og hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar. Menningarsjóðurinn er í vörslu Gunnarsstofnunar sem annast daglega umsýslu vegna starfsemi sjóðsins. Sjóðsstjórn auglýsir eftir umsóknum um styrki og ákveður þær áherslur sem gilda hverju sinni.
Nánar