Uppbyggingarsjóður Austurlands
Hlutverk og tilgangur Uppbyggingarsjóðs Austurlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Austurlandi í samræmi við samning um sóknaráætlun landshlutans.
NánarSamfélagssjóður Fljótsdals
Markmið og tilgangur sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar og menningar sem stuðli að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdal á Héraði nánar tiltekið á því landsvæði sem er innan núverandi sveitarfélagsmarka Fljótsdalshrepps. Umsóknafrestur að jafnaði einn og auglýstur á fyrsta fjórðungi ársins.
NánarBetri Borgarfjörður – Brothættar byggðir
Staðbundinn sjóður þar sem hægt er að sækja um styrk við verkefni sem snúa að Borgarfirði eystri. Hægt er að sækja um stuðning við þróun hugmynda og verkefna sem falla að markmiðum verkefnisins Betri Borgarfjörður. Nýjum hugmyndum sem gætu leitt til atvinnusköpunar á staðnum er sérstaklega fagnað en einnig er horft til verkefna sem auðga mannlíf, afþreyingu og þjónustu á staðnum. Að jafnaði er ein úthlutun á ári hverju.
NánarHvatasjóður á Seyðisfirði
Hvatasjóði er ætlað að stuðla að atvinnuuppbyggingu með því að virkja frumkvæði íbúa og annarra sem tengjast Seyðisfirði og koma til móts við þá atvinnurekendur og einstaklinga í atvinnurekstri sem urðu fyrir tjóni vegna hamfaranna í desember 2020. Opið var fyrir umsóknir í hvatasjóðinn frá 30. mars til 14. apríl 2021 og veittir voru styrkir til atvinnu- og nýskapandi verkefna.
Uppbygging á SeyðisfirðiStyrkir hjá Fjarðabyggð
Fjarðabyggð veitir styrki til íþróttamála og menningarmála. Íþrótta- og tómstundanefnd sveitarfélagsins og menningar- og nýsköpunarnefnd úthluta styrkjum á grundvelli úthlutunarreglna sem samþykktar eru af bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Styrkúthlutanir eru auglýstar á vef Fjarðabyggðar ásamt fresti til umsóknar.
NánarMenningarsjóður Gunnarsstofnunar
Tilgangur sjóðsins er annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar og hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar. Menningarsjóðurinn er í vörslu Gunnarsstofnunar sem annast daglega umsýslu vegna starfsemi sjóðsins. Sjóðsstjórn auglýsir eftir umsóknum um styrki og ákveður þær áherslur sem gilda hverju sinni.
Nánar