Haustþing SSA á Vopnafirði
Sjöunda haustþing SSA var haldið á Vopnafirði 18. september árið 2025. Á þinginu komu saman sveitarstjórnarfulltrúar sveitarfélaganna fjögurra á Austurlandi, bæjar- og sveitarstjórar og starfsfólki fundarins en það var frá Austurbrú. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður SSA, setti þingið og flutti ávarp. Að auki fluttu ávörp Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, flutti ávarp, og Jens Garðar Helgason, þingmaður Norðausturkjördæmis.
Krafist úrbóta í samgöngum og geðheilbrigðisþjónustu
Haustþingið samþykkti ályktun þar sem lögð er rík áhersla á að tryggja íbúum Austurlands greiðan aðgang að öflugri geðheilbrigðisþjónustu til jafns við aðra landsmenn, krafist er tafarlausra framkvæmda við hringtengingu með jarðgöngum og úrbóta á Suðurfjarðavegi og Öxi, lýst er yfir áhyggjum af síhækkandi fargjöldum í innanlandsflugi og hafnað bílastæðagjaldi á Egilsstaðaflugvelli, auk þess sem þingið kallar eftir jöfnun raforkukostnaðar, að tekjur af fiskeldi og orkumannvirkjum renni beint til sveitarfélaganna og fleira.
Ályktanir haustþings SSA 2025Menningarverðlaun SSA
Á haustþinginu voru menningarverðlaun SSA veitt að venju og að þessu sinni féllu þau í skaut Bjargar Einarsdóttur. Björg hefur alla tíð verið nátengd Minjasafninu á Bustarfelli, þar sem hún hefur unnið ötullega í rúm fjörutíu ár við að varðveita menningararf svæðisins. Hún hefur jafnframt verið virk í samfélagsstörfum á Vopnafirði, meðal annars í kvenfélagi, veiðifélagi og safnaðarstarfi. Í ræðu formanns SSA kom m.a. fram að hún væri vel að verðlaununum komin fyrir ómetanlegt framlag til menningar- og samfélags á Austurlandi.
Heiðursgestur
Smári Geirsson var heiðursgestur að þessu sinni. Smári er fæddur í Neskaupstað og hefur lagt Austurlandi starfskrafta sína alla tíð, bæði sem kennari og skólastjóri í nær fjóra áratugi og sem áhrifamikill sveitarstjórnarmaður í nær þrjátíu ár, þar sem hann leiddi m.a. Austfirðinga í baráttunni fyrir uppbyggingu álvers í Reyðarfirði. Hann hefur einnig unnið ómetanlegt starf sem sagnfræðingur og rithöfundur og hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2014 fyrir framlag sitt. Smári hefur markað djúp spor í samfélag, sögu og menningu landshlutans og er vel að þessum heiðri kominn.
Dagskrá
Fimmtudagur 18. september 2025
10:30-11:00 | Mæting, skráning og morgunkaffi |
11:00-11:20 |
Setning haustþings - Formaður SSA setur dagskrá og fer yfir kjörbréf - Kosning fundarstjóra - Kosning ritara - Ræða Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, formanns SSA |
11:20-11:40 |
Ávörp - Jens Garðar Helgason, þingmaður Norðausturkjördæmis - Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga |
11:40-12:00 | Ályktanir haustþings lagðar fram |
12:00-13:00 | Hádegisverður |
13:00-15:00 | Ályktanir haustþings: Umræður og kosning |
15:00-15:20 | Kaffihlé |
15:20-16:00 | Tillaga frá stjórn SSA vegna samþykktarbreytinga |
16:00-16:10 | Slit haustþings |
16:15-18:15 | Dagskrá heimamanna |
18:30-21:30 |
Kvöldverður - Afhending menningarverðlauna SSA - Heiðursgestur SSA heiðraður |