Áfangastaðurinn Austurland
Markmið verkefnisins er að styrkja áfangastaðinn Austurland, styðja við ferðaþjónustu, huga að dreifingu ferðafólks, gæta að álagi á staði og markaðssetja Egilsstaðaflugvöll fyrir millilandaflug.
- Uppfærð áfangastaðaáætlun og vefur
- Markaðssetning Egilsstaðaflugvallar
- Bættar mælingar og aðgerðir til að auka dreifingu ferðafólks
- Matarauður Austurlands
Menningarmál
Menningarmál á Austurlandi Markmiðið er að auka samvinnu þeirra sem starfa að menningarmálum, styðja við framkvæmd menningarviðburða sem ná yfir allan landshlutann og efla þannig samkennd og staðarstolt íbúa. Verkefnið snýst um þrjú meginverkefni:
- Barnamenningarhátið Austurlands – BRAS
- Dagar myrkurs – sameiginleg byggðahátíð íbúa á Austurlandi
- Efling menningarstofnana og safna
Eygló
Eygló er verkefni um sjálfbærni og hefur það að markmiði að minnka kolefnisspor Austurlands í samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Eygló kortleggur orku- og efnisstrauma á Austurlandi og stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Til að ná þessu yfirmarkmiði, verða sett á fót verkefni sem stuðla að framförum í orkuskiptum, orkunýtni og hringrás.
NánarSvæðisskipulag Austurlands
Með Svæðisskipulagi Austurlands er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna í landshlutanum í málefnum þar sem hagsmunir þeirra fara saman.
- Aðgerðaáætlun um framfylgd markmiða í Sóknaráætlun
- Samstarfsverkefni með sveitarfélögum um loftslagsstefnu
- Samstarfsverkefni með sveitarfélögum meðhöndlun úrgangs