Menning

Öflugt menningarlíf er á Austurlandi með fjölda stórra menningarviðburða á borð við Bræðsluna, BRAS menningar­hátíð barna og ungmenna á Austurlandi, söfn og menningar­miðstöðvar. ​Einnig er fjöldi sjálfsprottinna hátíða haldinn ár hvert.

Ríflega 65% Austfirðinga eru ánægð með úrval menningarviðburða á svæðinu og 23% hvorki né. ​

Ferðaþjónusta

Fjöldi ferðamanna sem sótt hefur lands­hlutann heim hefur dregist lítillega saman frá síðasta ári líkt og á landsvísu en meðal dvalarlengd á Austurlandi er 1,66 nótt að meðaltali eins og árið 2023. ​

Það sem af er ári 2024 hafa gistinætur dregist saman, um 14% í ágúst miðað við sama tíma í fyrra sem er ívið meira en á landsvísu. ​

​Hins vegar hefur heimsóknum á helstu ferða­mannastaði Austurlands fjölgað samkvæmt talningu Ferðamálastofu; í Stuðlagil, Hengifoss og Hafnarhólma. ​

Dregið hefur lítillega úr fjölda farþega með Norrænu til Seyðisfjarðar. Þeir voru 19.352 árið 2023 en flestir voru þeir árið 2016; 21.129 talsins.

2020
Hótel: 11
Fjöldi herbergja: 421
Gistinætur: 115.594

2024
Hótel: 11
Fjöldi herbergja: 443
Gistinætur: 518.453