Mælanleg markmið Mælikvarði Mælitæki og gögn
Upplýsingar um áningarstaði og ferðaleiðir á Austurlandi séu reglulega uppfærðar og aðgengilegar, t.d. á sameiginlegum vef Visit Austurland. Áfangastaðaáætlun sé uppfærð er varðar markhópa og áfangastaði. Uppfærð áfangastaða­áætlun og Visit Austurland. Stöðutaka
Gæta að jákvæðu viðhorfi íbúa gagnvart ferðafólki og fækka núningspunktum. Samtal við matvöruverslanir um vöruúrval á háanna­tíma og aðskilnað þjónustu við lítil fyrirtæki frá almennri afgreiðslu. Sveitarfélög og Vegagerðin skoði umferðarstýringu yfir háannatíma. Aðgerðir verslana til úrbóta. Niðurstaða varðandi umferðarstýringu. Greining eftir byggðalögum.
Öryggi á vegum aukið með fjölgun útskota fyrir ferðamenn, betri vetrarþjónustu við áfangastaði og fjölgun salerna. Ferðaþjónustuaðilar taki saman ábendingar um staði fyrir samtal við Vegagerðina. ​ Samantekt ferðaþjónustu og fjöldi útskota. Stöðutaka
Efla faglegt starf safna, m.a. með því að þau verði viðurkennd söfn, sem og annarra menningarstofnana og nýta húsnæði þeirra betur. Horft til þess að gera bókasöfn að samfélagsmiðju byggðakjarna. Efla Héraðsskjalasafn Austfirðinga og tryggja varðveislu og miðlun skjala og ljósmynda. Stöðugreining á starfi og nýtingu. Greining á starfi þessara stofnana.
Tryggja aukinn stuðning við starfsemi menningarmiðstöðva fjórðungsins svo þeim sé kleift að sinna hlutverki sínu sem burðarásar í listalífi svæðisins. Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði verði fjórða menningarmiðstöðin á Austurlandi. Stuðningur sé aukinn við Sinfóníuhljómsveit Austurlands með reglulegum fjárframlögum sem tryggi rekstur allt árið um kring. Stöðugreining á starfi og nýtingu. Stöðutaka 2025/2029
Fjölga listviðburðum fyrir börn og ungmenni, sbr. BRAS, svo þau séu í boði yfir allt árið og vel tengd inn í ​skólastarf. Lista- og menningarstarf fyrir börn verði í boði innan frístundarstyrks sveitarfélaga. Fjöldi viðburða / tímabil Stöðutaka 2025/2029
Tryggja að þjóðmenningarstofnanir s.s. Þjóðleikhús og Sinfóníuhljómsveit Íslands sinni hlutverki sínu sem menningarstofnanir allrar þjóðarinnar og sinni Austurlandi með reglubundnum hætti. Fjöldi heimsókna til Austurlands. Stöðutaka 2025/2029
Tryggt verði að skapandi sumarstörf séu í boði í öllum sveitarfélögum á Austurlandi.​ Störf séu í boði. Stöðutaka
Unnið verði að því að tengja íþróttir og menningartengda viðburði við ferðaþjónustu. Mat á sýnileika viðburða og fjölda ferðafólks á þeim. Stöðutaka
Samvinna sveitarfélaga um aukna nýtingu íþróttamannvirkja og kortlagning á framboði og þátttöku í íþróttum í boði. Kortlagning liggi fyrir og áætlun um samvinnu. Kortlagning á þátttöku og framboði.​