Húsnæði

Skortur á húsnæði stendur atvinnu­­upp­byggingu enn fyrir þrifum, þótt íbúðum hafi fjölgað á svæðinu. Í mati HMS frá september 2024 voru 165 íbúðir í byggingu en voru 105 réttu ári fyrr, og 42 árið 2022.

– Árið 2024: 165 íbúðir í byggingu.

Samfélag

Ánægja með þjónustu sem er í boði á Austur­landi er mæld árlega hjá Capacent. Hún breytist lítillega á milli ára og stendur nú í 64,1%. Helst telur fólk að bæta þurfi heil­brigðis­þjónustu (56%), úrval verslunar (22%) og samgöngur (8%).

Umhverfi og loftslag

Umhverfismál þarfnast athygli víða og loftslagsbreytingar ýta undir náttúruvá og viðbrögð. Kolefnisspor má minnka samkvæmt greiningum en það er ríf­lega þrefalt hærra en á landsvísu, skv. skýrslu Environice. Mest losun er frá álverinu og landbúnaði.

Úrgangur:
~ 9 þús. tonn
Samgöngur:
~ 41 þús. tonn
Staðbundin:
~ 189 þús. tonn
Landbúnaður:
~ 445 þús. tonn
Iðnaður:
~ 545 þús.tonn

Samgöngur

Samgöngur hafa lengi verið baráttumál Aust­firð­inga og framkvæmda á Austurlandi á samgöngu­áætlun er beðið með óþreyju. Tölur sýna svart á hvítu hversu mikið slysa­tíðni lækkar með tilkomu ganga. Flugsamgöngur skipta miklu vegna fjarlægðar frá höfuðborgarsvæðinu en afar litlar breytingar hafa orðið á fjölda farþega síðustu ár, að frátöldu 2020, en árið 2023 fóru 92,795 um Egilsstaðaflugvöll.

– Árið 2024: 590 km stofnvegir

2020
Vinstænir bílar: 338
Allir bílar: 10.582

2024
Vistænir bílar: 921
Allir bílar: 11.238

Orka

Orkukostnaður; rafmagn og húshitun,
er næsthæstur á Austur­landi á lands­vísu eða rúmlega 284.600 kr. á ári.