Markmið

  • Á Austurlandi verður samheldið og fjölbreytt samfélag fólks sem hefur tækifæri til að nýta og þróa þekkingu sína, býr við örugga heilbrigðisþjónustu og heilsueflandi umhverfi.
  • Viðfangsefni markmiðanna snúa að því að Austurland sé:​
    • Svæði þar sem sveitarfélög, fyrirtæki og íbúar sameinast um að byggja upp fjölbreytt og öflugt samfélag.​
    • Svæði þar sem víðtæk þekking, skapandi hugsun og vaxandi nýsköpun einkennir öll svið samfélags­ins.​
    • Svæði þar sem að íbúar hafa gott aðgengi að grunnþjónustu, tækifærum til heilsu­eflingar og njóta góðrar heilbrigðis­þjónustu.

Dæmi um stefnumál

  • Bætt aðgengi að góðri grunnþjónustu.​
  • Stuðlað verði að því að grunn­þjónusta sé veitt sem næst íbúum og að jafnaði ekki í meira en 60 mínútna
    akstursfjarlægð fyrir íbúa svæðisins. Fjarþjónusta verði í boði þar sem það næst ekki.​
  • Við staðsetningu þjónustu verði tekið tillit til byggða­mynsturs og stærðar þjónustukjarna.​
  • Íbúum fjölgi og jafnvægi náist í aldurssamsetningu og kynjaskiptingu mannfjöldans á Austurlandi.​
  • Unnin verði áætlun sem miðar að því að styðja við, virkja og nýta mannauð ólíkra samfélagshópa, sérstaklega þeirra sem eru af erlendum uppruna.​
  • Unnið verði að því að efla stað – og fjarnám á háskólastigi.​
  • Boðið verði upp á samvinnurými fyrir einstaklinga og sprotafyrirtæki í þéttbýlis­kjörnum og í dreifbýli þar sem möguleikar á samstarfi geta skapast.​
  • Hugað verði að lýðheilsu og mögulegum áhrifum á hana við alla stefnumótun og skipulagsgerð. ​

Staða

  • Leikskólar og grunnskólar eru í flestum 11 byggða­kjörnum svæðisins. Góð þátttaka er í skipulegu íþrótta­starfi barna og unglinga. Tveir framhalds­skólar; annar með verknám og báðir bjóða bóknám. Háskóli Íslands starfar á Hallormsstað með námsbraut í Sjálfbærni og sköpun og rekur fræðasetur á Egilsstöðum og Breiðdalsvík og þar er Borkjarna­safn Íslands. Vettvangsnám og rannsóknir á háskólastigi eru stundaðar í Skálanesi í Seyðisfirði. Útibú stofnana eru nokkur og séraustfirskar stofnanir, s.s. Gunnars­stofnun og Náttúrustofa Austur­lands. Fjarnám við háskóla er þjónustað með samningi við ráðuneyti
    gegnum Austurbrú.​
  • Umhverfi nýsköpunar er veikburða. Hlutfallslega fáir sækja í Rannís- og sam­keppnissjóði og aðstaða er af skornum skammti. Þó er FabLab í Neskaupstað og samvinnuhús farin að skjóta upp koll­inum á fáeinum stöðum. Uppbyggingar­sjóður Austurlands styrkir um 30 atvinnu- og nýsköpunarverkefni árlega. ​
  • Heilbrigðisstofnun Austurlands starfar á öllu Austur­landi með 10 starfsstöðvar, 1 sjúkrahús og 6 hjúkrunarheimili. ​